Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 25
25
vitað, að samþingisgoðarnir i hverju þingi urðu að
koma sjer saman um, hvern þeir skildu taka með
sjer firir lögrjettumann. Þannig sátu 48 menn á
miðbekk, 12 úr hverjum fjórðungi. Þetta firirkomu-
lag á lögrjettunni virðist hafa komist á, þegar
flórðungaskipunin var lögleidd árið 965, eða þar um
bil, eftir tillögu Þórðar gellis1, og hafði þannig verið
f lögum í 40 ár, þegar fimtardómslög vóru sett.
Það var þvi als ekki nein ástæða til taka upp nf
goðorð vegna dómnefnunnar í fimtardóm. Goðarnir
gátu vel haft sömu eða líka aðferð við hana eins
og við lögrjettuskipunina. Hins vegar liggur það í
augum uppi, að gömlu goðarnir hafa ekki leift að taka
upp ní goðorð að nauðsinjalausu. Þeim hlaut að vera
það ógeðfelt að miðla nijum mönnum af þeim rjett-
indum, sem þeir höfðu nú haft einir í 40 ár. Hvers
vegna vóru þá hin níju goðorð upp tekin? Auð-
vitað af því að gömlu goðarnir sáu sjer ekki annað
fært. Það er auðsjeð á öllu, að hjer er í raun og
veru ekki um stofnun nirra goðorða að ræða, heldur
að eins um það að veita nokkrum níjum höfðingjum,
sem stóðu firir utan hið gamla goðasamband, hlut-
deild i alsherjarstjórn landsins, og að gömlu goð-
arnir hafa viljað spekja þessa níju menn með þess-
ari ívilnun, af því að þeir vóru hræddir við þá, að
þeir mundu annars ef til vill kollvarpa alveg hinni
fornu goðorðaskipun. Af þessu er ljóst, að um þetta
leiti hljóta að hafa verið til ríkir höfðingjar hingað
og þangað um landið, sem höfðu talsvert filgi lands-
manna og gömlu goðunum stóð geigur af. Líklega
1) íslbk. 5. k.: »En þó scyldi jpmn dómnefna ok log-
rétto scipon ór þeira (Norðlendinga) fjórþungi, sem ór einom
hverjom gþrom<.