Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 27
27
•minn, sjest á þvi, að einmitt um þetta leiti er getið
•um íms þing hjer og hvar út um landið, sem geta
ekki komist inn undir þingaskipun Þórðar gellis,
elns og betur er sint í athugasemdinni, sem prentuð
er aftan við ritgjörð þessa. Hinir niju höfðingjar
hafa auðvitað haldið hóp og stutt hvor annan heima
ii hjeruðum á móti gömlu goðunum, enn á alþingi
vóru hinir siðarnefndu einir um hituna. Ríki hinna
•níju höfðingja hlaut að vaxa að því skapi, sem
kristnin breiddist meira út, og gefur þá að skilja,
að þeir hljóta að hafa verið hlintir kristninni. Og
á þeirra bandi hljóta einnig þeir af hinum gömlu
goðum að hafa verið, sem höfðu tekið kristni.
Þannig var þá ástatt, þegar þeir Gizur hvíti
•og Hjalti Skeggjason hófu upp merki kristninnar í
:sjálfu hinu traustasta vígi hinna fornu goða, á al-
þingi við Öxará, árið 1000. Öðru megin stóðu kristnir
menn undir forustu hinna níju höfðingja og nokkurra
fornra goða, sem kristni höfðu tekið, enn hinu
megin flestir hinir fornu goðar og þingmenn þeirra.
I flokki hinna fornu goða vóru auðvitað sumir, sem
okki vildu í neinu vægja til við kristnina, eins og
t. d. Runólfr goði Úlfsson. Enn þeir hafa einnig
oflaust verið margir i þeim flokki, og það hinir
vitrari, sem sáu fram á, að kristnin mundi flr eða
síðar sigur vinna á heiðninni eins hjer á landi eins
-og í Danmörku og Noregi, og að hún mundi þá um
leið alveg kollvarpa hinu heiðna goðavaldi, ef goð-
arnir hjeldu áfram að vera mótfallnir kristninni.
Þeir vóru hræddir um, að hofin mundu innan skamms
standa tóm og allur þorri manna flikkjast að kirkj-
unum, og sáu, að þeirra eigið vald mundi liða undir
lok, þegar máttarstólpanum — trúnni á hin heiðnu
;goð — væri kipt undan goðorðunum. Þá mundu