Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 28
28
þingmenn þeirra ganga hópum saman í þing með-
hinum niju höfðingjum, enn þeir sjálfir missa öll þaa
forrjettindi, sem þeir höfðu fengið árið 965. Níju
goðarnir vóru þeim því geigvænlegri, sem þeir eigi.
að eins höfðu filgi kristinna manna innanlands^
heldur einnig hættulegan bandamann utan lands^
þar sem var Olafr konungur Tryggvason, sem stóð-
á bak við kristniboðið. Öllum hinum vitrari goðum
hlaut því að vera ljóst, hvílík ógurleg hætta vofði
ifir þeim og ríki þeirra. Hjer vóru nú tveir kostir
firir höndum: Annar sá að bæla niður kristnina
með oddi og egg og gera hana alveg landræka, og
þennan kostinn mun Runólfr goði og hans flokkur
hafa viljað. Ef þetta tækist, mátti sjá fram á, að'
hinir fornu goðar mundu halda valdi sinu. Enn það.
var enginn hægðarleikur, þar sem kristnin var orðiu
svo mögnuð. Hitt ráðið var — að beitast sjálfir firir
hina níju trúarhreifingu, láta skírast og gerast for-
sprakkar annara i því að innleiða kristnina. Þeir
sáu, að kristninni var sigurinn vís, ef þeir sjálfirr
hofgoðarnir, sem áttu að halda uppi blótum og verja
heiðna trú, gengi í flokk kristinna manna. Heiðniu
mundi þá missa bæði sverð og skjöld og verða að'
lúta í lægra haldi. Þeir vissu, að kristnir menn.
mundu taka þeim fegins hendi, og að þeir með þessu.
móti mundu geta náð aftur þeim þingmönnum, sem.
frá þeim höfðu farið til hinna níju höfðingja, og
líklega haldið þeim, sem þeir enn höfðu eftir, þegar
alþíða væri búin að sætta sig við kristnina. Ef'
goðarnir vildu halda valdi sínu, var þetta auðsjáan-
lega eina ráðið, og að því hefur vafalaust hneigst
meiri hluti gömlu goðanna á þinginu, sumpart af'
sjálfs dáðum, sumpart firir fortölur annara. Þessir
menn hafa þá mindað miðflokk þann á þinginu, sem