Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 29
29
llaurer talar um, og hafa þeir Þorgeirr og Snorri
verið fremstir í honum. Nú verða first skiljanlegir
samningarnir milli Þorgeirs og kristna flokksins, nú
«r ljóst, hvers vegna allir leggja málið í hnje Þor-
geiri, nú er skiljanlegur úrskurður hans og það, að
-allir beigja sig undir hann á þinginu, nú skiljum
vjer, hvað til kemur, að sjálfir heiðnu goðarnir eftir
þetta ganga manna best fram í því að fá fólkið til
að láta skírast heima 1 hjeröðum1, nú er auðskilið,
hvernig á því stendur, að heiðnir menn út um landið
veita kristninni svo litla mótstöðu. Dæmi goðanna
hlaut að hafa hin mestu áhrif á alla alþíðu, og auk
þess má teija víst, að þeim hafi filgt allur þeirra
frænda og mága afli, eða með öðrum orðum merk-
ustu menn i hverju hjeraði. Og nú skiljum vjer
loksins, hvernig á því stendur, að kristnin ekki
kollv.arpar með öllu ríki hinna fornu goða, sem átti
svo djúpar rætur í heiðninni.
Af þessu leiðir enn fremur, að sagan um siða-
skiftin árið 1000 sannar einungis, að höfðingjar
landsins, eða meiri hluti þeirra, hafa metið meira
ríki sitt og mannaforráð enn heiðna trú, enn hún
sannar alls ekki, að almenningur á Islandi hafi
verið trúarveikari eða vantrúaðri enn almenningur
í Noregi, eða að Islendingar hafi verið óhæfari enn
Norðmenn til að irkja um hinar fornu goðasögur.
Jeg hef nú sint fram á, að hinar almennu
ástæður F.s J.ar firir því, að Eddukvæðin sjeu ort í
1) Sbr. Kristni s. 11. k. niðurlagið: >Snorri goði kom
mestu á leið við Vestfirðinga«.