Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 30
30
Noregi enn ekki á íslandi, eru i raun og verit
einskis virði. Sú spurning, sem hjer liggur flrir er
og að rainni ætlun þannig vaxin, að ekki er unt úr
henni að leisa með alraennum ástæðum. Það-
verður að koma með einstök atriði, einstakar
hugmindir, e i n s t ö k orð úr kvæðunum sjálfum,.
sem síni, hvar þau sjeu ort. Þetta hefur F. J. líka.
reint að gera.
First tekur F. J. til íhugunar málið á Eddu-
kvæðunum, og segir, að af þvi sje ekki unt að ráða
neitt um það, hvar kvæðin sjeu til orðin, því að
málið hafl verið svo að segja hið sama alstaðar á
Norðurlöndum á 10. öldinni, og þó svo væri, að
eitthvað af kvæðunum væri komið austan frá Sví-
þjóð eða sunnan úr Danmörk og málið þar hefði verið-
í einhverju frábrugðið því, sem talað var í Noregi
eða á Islandi, þá hafi sá munur hlotið að hverfa á
Islandi, þar sem kvæðin geimdust svo lengiimanna
muuui. Samt sem áður sje það eitt atriði, sem sini,
að kvæðin geti með engu móti verið sænsk eða dönskr
og það sje það, að v sje viðast hvar fallið burt í
birjun orða á undan r, enn það er einkenni norsk-
unnar og islenskunnar, enn í sænsku og dönsku
helst v á undan r í upphafi orða (t. d. ísl. reiðr =
dan. og sæn. vred o. s. frv.)1.
Jeg firir mitt leiti get nú ekki verið F. J. sam.
dóma um, að málið á Eddukvæðunum sanni hvorki
til nje frá um heimkinni þeirra. Það er á þeim öll-
um frá upphafi til enda rammíslenskt. Jeg hef
leitað með logandi ljósi í öllum þessum kvæðum,
og hef hvergi fundið neítt orð, hvergi neina orð-
1) Lit. hist. I, 56. bls.