Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 32
32
það að segja, að það kemur firir í Sverris sögu1 2 3,
Snorra Eddu*, og í Olafs sögu helga i Hkr. og hinni
sjerstöku Olaís sögu í samsetningunni eikjukarfi.a
Eftir því ættu öll þessi rit að vera norsk! Stund
kemur firir um vegalengd í Fær. s.,4 Iírafns s.
Sveinbjarnarsonar5 og i Reykd.6 Ef þessi rit eru
lika norsk, þá fer að fækka um þau rit, sem vjer
megum kalla islensk. Nafnorðið (hluttaksorðið) jafn-
endr kemur að visu ekki firir í íslenskum ritum
nema í Hárbarðsl., ef þau eru islensk, enn það kem-
ur heldur ekki, svo jeg viti, neins staðar firir í norsk-
um ritum. I norskum lögum eru á nokkrum stöð-
um nefndir jafnyndir menn; þetta orð er án efa
skilt nafnorðinu jafnendr, enn þó ekki sama orðið,
þar sem það er haft sem lísingarorð, og virðist þíða:
sanngjarn. Sagnorðið að jafna er haft í íslenskum
lögum í líkri merkingu og þeirri, sem jafnendr hefir
íHárbarðsl.7 Það var alt eins samkvæmt íslenskum
lögum eins og norskum að taka sjer gerðarmenn til
að gera um mál sín.8 I islenskum ritum er og
gerðin kölluð jafnaðardómr.9 Hjer er því ekki í
1) Fms. VIII, 37. bls.
2) Sn. E. I, 582. bls. í skipaheitum.
3) Hkr. Ól. b. 92. k. Ól. s. h. Kria 1853, 80. bls. Fms.
IV, 185. bls.
4) Fær. s., útg. Rafns, 169. bls. (Flat. I, 653. bls.).
5) Bisk. I, 660. bls.
6) Reykd., Kh. 1881, k. XXIX*1.
7) Um búa, sem kvaddir eru til að meta skaðabætur, er
sagt, að þeir skuli *jafna hlut manna« (Grg. Staðarhólsb,
bls. 50516); sbr. Konungsb. I, bls. 22118.
8) Sjá registur Vilhjálms Finsens við Grág. III. (Khöfn
1883) undir orðinu gerð.
9) Sturl. Oxf. II, bls. 145»ð og 212”,