Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 35
35
rnn í Völuspá, þá virðist það vera mjög óeðlilegt að
taka afráð þar í merkingunni: skattur. Rjettvísin
heimtaði, að goðin (Æsir einir eða öll goðin) greiddu
af hendi bœtur firir vígið, eins og norrænn siður var
til. Enn hitt var ekki venja, að vegandinn (eða
vegendurnir) legðu á sig ævarandi skatt til að bæta
firir víg. Mjer virðist því liggja miklu nær aðtaka
talsháttinn gjalda afráð hjer i sinni vanalegu ís-
lensku merkingu. Verður þá hugsunin í vísunni:
Goðin ráðguðust um, hvort Æsir einir skildi bera
skaðann (o: greiða bæturnar), eða goðin öll skildi
gjalda vigsbæturnar. Ef þessi skíring er rjett, þá
verður talshátturinn gjalda afráð í Völuspá einmitt
sönnun firir því, að kvæðið sje ort á Islandi.
Ifir höfuð að tala er það að minni higgju alveg
rangt, að leiða nokkra áliktun af þvi, þó að einstök
orð komi firir í Eddukvæðunum, sem nú ekki eru
til í íslensku máli og heldur ekki finnast í íslensk-
um ritum eða kvæðum, enn koma firir í norsku eða
fornum norskum ritum eða kvæðum. Þau kvæði,
sem slík orð koma firir í, geta eins firir það verið
ort á íslandi enn ekki i Noregi. Eitt af tvennu:
annaðhvort hljóta þessi orð að hafa verið til í Nor-
egi, þegar landnámsmennirnir fóru til íslands, eða
þau hafa komið siðar upp í Noregi. Hafl þau verið
til á landnámsöldinni, þá hljóta landnámsmennirnir
að hafa flutt þau með sjer til íslands, og þá er eng-
inn sem getur sannað, að þessi orð hafi verið geng-
in úr gildi á íslandi, þegar Eddukvæði þau vóru
ort, sem orðin koma firir í. Frá þeim tima, sem
hjer er um að ræða, höfum vjer ekki aðrar leifar af
islensku máli enn eintóm kvæði, og þau eru alsend-
is ónóg til að sannn, að eítthvert orð hafi þá ekki
verið til i máli alþíðu á íslandL Enn þá miklu sið-
3*