Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 36
36
ur er unt að sanna hitt, að orðin hafi komið upp í
Noregi eftir landnámstíð, áður en kvæðin, sem um
er að ræða, urðu til. Til þess þirftum vjer að hafa
fullkomna þekkingu á orðaforðanum í Noregi um
900, enn frá þeim tima eru ekki til nema fáein
kvæði norsk. Það er því t. a. m. alveg þíðingar-
laust, þó að orðið deigja sem kemur firir í Lokas.,
eða fjarrafleinn í Alvíssm. finnist ekki í nútíðarmáli
íslensku eða í fslenskum ritum, eða þó húnn komi
firir í Völundarkviðu í merkingunni sveinn, eða jök-
ull í þíðingunni fsstöngull í Hymiskv. o. s. frv., og
er alveg rangt að ráða af þvf, að kvæði þessi sjeu
ort í Noregi.1 Til þess að sína, hve varasamt er að
álikta nokkuð af þessu, skal jeg taka fram eitt
dæmi. I Noregi er algengt kvennkins-orðið skodda,
þoka. Þetta orð kemur hvergi firir í íslenskum rit-
um og víðast hvar á Islandi er það alveg gleimt i
alþíðumálinu. Enn í Austurskaftafellssíslu er það
algengt í sömu mind og i Noregi (skodda, kvk.).
Ef orðið væri ekki til i Austurskaftafellssíslu, mundi
F. J. víst ekki hika við að segja, að það væri ein-
göngu norskt enn ekki íslenskt. Jeg mun því ekki
framar eltast við tilraunir Finns Jónssonar að sína,
að firir komi í kvæðunum norsk orð, sem aldrei
hafi verið tíðkuð á Islandi, því að slíkt verður ekki
með neinu móti sannað.
Það eru tiltölulega mjög fá orð í Eddukvæðun-
um, sem F. J. telur eingöngu norsk enn ekki íslensk,
og mun hann þó hafa leitað vel. Enn hvernig ætli
færi, ef vjer snerum blaðinu við og færum að leita
að þeim orðum í kvæðunum, sem ekki koma firir í
1) Lit. hist. I, 184. og 212. bls.