Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 38
38
enn ekki norsk. í norskum ritum fornum og níjum
kemur orðið oft firir, og eins í nínorsku, enn alstað-
ar táknar það hina sjerstöku plöntutegund, allium,
enn hefur hvergi hina almennu þfðingu. A Islandi
eru aftur á móti allar þær plöntur, sem spretta und-
ir snjó á vetrum, kallaðar vetrarlauJcur, hverrar teg-
undar sem þær eru. Það var og ekki neroa eðli-
legt, þó að orðið fengi þessa þíðingu í landi, þar
sem laukur (allium) var svo að segja óþekt planta1.
I Noregi virðist laukur (allium) hafa verið almenn-
ur snemma á öldum, og er því ekki líklegt, að orð-
ið hafl þar getað fengið hina almennu þíðingu, þar
sem menn altaf höfðu hina sjerstöku plöntutegund
firir augum og þurftu altaf að hafa orðið um hana2.
Það er enginn efi á því, að forfeður vorir hafa
hugsað sjer heimstrjeð ekki, sem trje alment, held-
ur sem sjerstakt trje, sem a s k. Það er nefnt askr
Yggdrasils bæði í Völuspá og Grímnismálum og Gylfa-
ginningu. í Vsp. stendur:
Asfc veit ek standa,
heitir Yggdrasill,
hár haðmr ausinn
hvíta auri.
Þaðan koma doggvar,
þœrs í dala falla.
Stendr œ yfir grœnn
Urðarhrunni.
Enn í næstu vísu er askurinn nefndur þollr:
1) í Laxd. 60. k. (útg. Kálunds bls. 22210) er talað um
laukagarð, enn það virðist þar þíða hjer um bil sama og nú
er kallað kálgarður. Að minsta kosti sjest ekki, að þar haíi
vaxið laukur.
2) Schiibeler, Norges vækstrige I, 334 og 337. bls.