Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 39
39
Þaðan koma meyjar
margs vitandi
þrjár ór þeim sal,
er und þ olli stendr1.
Hjer er með öðrum orðum þollr haft ekki í sinni
sjerstöku merkingu, fura, furutrje, heldur í merk-
ingunni trje alment. Nú er það mjög óliklegt, að
nokkur Norðmaður hafi gjört sig sekan í því að
rugla saman þolli og aski, tveimur alkunnum trjám,
sem hvert mannsbarn þekkti2. Enn hitt er eðlilegt,
að þollr hafi fengið almenna þíðingu á Islandi, þeg-
ar nokkuð leið frá landnámstíð og kinslóðir færðust
á legg, sem aldrei höfðu sjeð þoll nje ask og kunnu
ekki að gera neinn greinarmun á þeim. Svo er og
eik enn þann dag í dag haft hjer á landi um trje
alment, einkum stór trje3. Múllenhoff, og — náttúr-
lega — F. J. lika, halda að vísu, að þessi tvö erindi
í Vsp. um askinn og nornirnar sjeu ekki upphafleg,
heldur sje þeim síðar skotið inn í kvæðið4 5, enn
þeir hafa ekki ieitt nein gild rök að því. Múllenhoff
hefur fengið þá meinloku, að Völuspá eigi við nornirn-
ar, þar sem hún talar um, að komið hafi »þrjdr
þursa meyjar ámátkar mjok ór jgtunheimum«s, og
heldur, að vísunum um askinn og norninar sje bætt
við því til skíringarauka, enn bendir sjálfur á, að
lf Vsp. Bugge 19.—20. er.
2) Orðið (toll) er enn algengt i Noregi í merkingunni
fura, og hefur auðvitað verið haft þar í þessari þíðingu frá
alda öðli.
3) Sbr. málsháttinn: Bplið fellur sjaldan langtfráeik-
i n n i. Hjer hafa víst bæði orðin epli og eik almenna þíb-
ingu (epli — ávöxtur, eik = trje).
4) Mullenhofí', Deutsohe Altertumsk. V. 94. bls.
5) Vsp. Bugge 8. er.