Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 40
40
orðin þeim sal, er und þolli stendr* sje i mót-
sögn við »ór jotunheimum«. Hvernig getur nú nokk-
ur maður hugsað sjer, að sá, sera ætlaði sjer að
skíra 8. erindið, hafi bætt því inn í kvæðið, sem
stendur í ljósri og beinni mótsögn við það, sem
hann ætlaði að skíra. Það virðist ljóst, að þær hin-
ar »ámátku þursa meyjar«, sem getið er um í 8. er-
indinu, geta als ekki verið nornirnar, heldur kem-
ur hjer fram sögn, sem vjer annars ekki vitum
neitt um. Hvar er annars staðar talað svo óvirðu-
lega um hinar heiðvirðu nornir að kalla þær dmáik-
ar þursa meyjar? Orðið þurs virðist altaf í Eddu-
kvæðunum og annars staðar vera haft í óvirðulegri
merkingu1. Ámáttigr kemr 5 sinnum firir í Eddu-
kvæðunum og er alstaðar haft um jötna nema á ein-
um stað um mann og er þó þar lagt tröllkonu í
1) I Alvíssm. 2. er. segir Þór við Alvís: fiursa liki \ þikki
mér á þér vera | ertattu til brúðar borinn. í Skírnism. 35.
er. hótar Skírnir Gerði, sem sjálf er jötunborin, að liana skuli
eiga tHrímgrimnir þurs fyr nágrindr neðan« og segir ófag-
urt af vistinni hjá honum. Sbr. einnig Skírnism. 31. er. Svo
segir og Helgi Hjörvarðsson við Hrímgerði, að Loðinn fiurs
fÞolleiju, thundviss jötunn, hraunbúa verstr< sje hennimak-
legur maður. Sbr. einnig íslenzka málsháttinn: Þar er sjald-
an þurt sem þursarnir sitja. H. Scheving: ísl. málsh. II
(skólaboðsrit 1817) 38. bls. í orðabók sinni undir orðinu
þurs segir Guðbrandur Vigfússon, að orðið þíði: »giant, with
a notion of surliness and stupidity«, og er það alveg rjett.
Þetta orð stendur þannig skör lægra enn jötunn, og sjest
það einnig á því, að af þessu orði er mindað þussi í nija
málinu, tusse í ninorsku, tosse í dönsku, enn jötunn hefur
ekki getið af sjer neitt slikt orð í níjari málunum. Svb. Eg.
heldur, að þurs standi í sambandi við sögnina þyrja, og er
það mjög liklegt. Orðið þíðir þá eiginlega: sá sem anar áfram
í blindni, framhleipin, heimsk vera.