Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 41
41
munn. Þessi staður er í Helgakv. Hjörv. 14. er.
Þar segir Hrímgerðr tröllkona við Atla, einn af
mönnum Helga:
»Hvé þik heitir
halr inn almdtki«.
Að miuni ætlun er enginn efi á því, að orð þetta
hefur bæði hjer og annars staðar niðrandi þiðingu.
í Eddukvæðunum virðist það þíða: ofstopafullur,
fullur af ofbeldi og ójaínaði, I gotnesku þíðir ana-
mahts, kvk., ofríki, ofbeldi (’j'pptf), og sögnin ana-
mahtjan að beita otbeldi eða ofstopa (jj5pí£;st.v); til
anamahts ætti að svara *ámdttr á íslenzku og til
anamahtjan *ámœtta. I forsetningunni á (got. ana)
virðist hjer vera sú þíðing, að mátturinn leggist á
einhvern eða ofbjóði einhverjum (d í fjandsamlegri
þiðingu) líkt og t. a. m. í áfall, ákals, ákast, álas,
áleikr, áljótr, ánauð, áverk, áverki, áþján o. s. frv.,
sbr. einnig ágengur, ágengni í nútíðarmáli. Þessi
merking (ofstopafullur) á ágætlega við á öllum stöð-
unum, þar sem ámátíigr kemur firir, bæði um jötn-
ana1 og um Atla i Helgakv. Hjörv., þvi að áður enn
Hrímgerðr ávarpar hann, hefur hann vikið að henni
ómjúkum orðum. í Helg. Hund. I Bugge 38. er. er
ámáttligr haft i líkri þíðingu, þarsem Sinfjötli er að
atirða Guðmund og segir hann hafi verið »skass, val-
kyrja«. Þetta orð hefur geimst í máli voru og er
nú haft stundum 1 merkingunni ljótur, enn einnig
í merkingunni kinjalegur og um leið skugga-
legur eða ömurlegur (Eiríkur Jónsson þíðir það
heppilega: »underlig og uhyggelig tillige*). Það er
t. d. haft um útburðarvæl (ísl. Þjóðs. I, 224). Það
1) Þaunig eru Kýklóparnir hjá Hómer kallaðir: j7csp7]vo-
psOVTSQ (Od. VI, 5) Og UTtSpcpÚxXoi áð’igtaTOl (Od. IX, 106).