Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 42
42
er auðskilið, hvernig orðið gat fengið þessar þíðing-
ar, þar sera það svo að segja eingöngu var haft um
jötna og tröllslegar verur. Svb. Eg. hjelt, að ámátt-
igr þíddi mjög voldugur eða máttugur (prœpotens),
enn sú merking á ekki við um Atla 1 Helgakv., sem
að eins er einn af mönnum Helgah Jeg verð því
að;halda því fram, að hvorttveggja — bæði þursa
meyjar og ámátkar — í Vsp. 8. er. sje niðrandi og
ósamboðið þeirri hugmind, sem forfeður vorir gerðu
sjer um nornirnar, og að þessar ámáttku þursa meyj-
ar hljóti því að vera eitthvað annað enn nornirnar.
Talan (þrjár) er hið eina, sem er sameiginlegt með
nornunum og þeim. Það er því einungis hugarburð-
ar Miillenhoffs, að lisingin á bústað nornanna í Vsp.
20. er. sje í nokkurri mótsögn við Vsp. 8. er., og
áliktun sú, sem hann leiðir af því — að Vsp. 19.—20.
er. sje síðar inn skotið — sveimar í lausu lofti.
Jeg hef þannig bent á a) nokkur orð í Völu-
spá, sem jeg að eins hef fundið í íslensku enn ekki
í norsku, og b) tvö orð, sem eru höfð í þíðiugu, er
virðist vera eingöngu íslensk enn aldrei hafa verið
til í Noregi. Að þvi er snertir hinn firnefnda orða-
flokk (a), skal jeg ekki draga dulur á það, að jeg
álít þau orð harla þíðingarlítil firir spurninguna um,
hvort kvæðið sje ort i Noregi eða hjer á íslandi,
því að, satt að segja, higg jeg, að flest, ef ekki öll
1) Mullenhofí' fellst á skiringu Svb. Egilssonar, og held-
ur, aö orðið geti ekki haft vonda þíðingu, af því að Hrim-
gerðr hefur það um l'öður sinn (Helgakv. Hjörv. Bugge 17.
er.). Þessi mótbára fer iirir ofan og neðan mína skíringu,
því að það er ljóst, að í munni Hrimgerðar og ettir hennar
siðferðisreglum er það eins vel lof og last að heita ofstopa-
fullur.