Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 43
43
þessi orð hafi líka verið til í Noregi. Jeg hef að
•eins viljað sína F. J., hvernig fer, ef menn beita
sömu sönnunaraðferð og hann, enn í gagnstæða átt.
Enn því meiri áherslu verð jeg að leggja á síðari
orðaflokkinn (b), því að það eru allar líkur til, að
þau tvö orð, sem jeg tel til hans ((laukr og þollr),
hafi aldrei haft þá þíðing í Noregi, sem Völuspá
hefur þau í, heldur sje sú þíðing komin upp á Is-
landi. Jeg higg því, að þessi orð ein nægi til að
sanna, að Völuspá sje ort af Islendingi.
Jeg er samdóma F. J. um, að það, að v er víð-
ast í Eddukvæðunum fallið burt á undan r, síni, að
kvæðin i þeirrí mind, sem þau nú hafa, geti ekki
verið sænsk nje dönsk, heldur hljóti að vera
norsk eða íslensk. Enn í neðanmálsgrein við 56.
bls. gefur hann í skin, að v á undan r hafl horflð
mjög snemma á íslandi, þvf að það komi ekki firir
hjá íslenskum skáldum nema á einum stað hjá Agli
Skallagrímssini, sem muni hafa tekið framburðinn
vr eftir Norðmönnum og annars staðar áliktar hann
af þessu, að kvæði sem orðmindin vreiðr kemur flrir
i, hljóti að vera ort í Noregi1. Jeg vil þó minna
F. J. á, að eitt skáld, sem hann sjálfur telur með
íslenskum skáldum, Eilífr Guðrúnarson2, hefur ort:
Vreiðr stóð Vrösku bróðir.
Vá gagn faðir Magna3.
I Eddukvæðunum koma firir mjög fá dæmi þess,
að v hafi haldist á undan r — als 7 — og að eins í
tveimur orðum (vreiðr [vreiði] og vrelca)4, enn miklu
1) Lit. hist. I, 184. bls. um Lokas., 276. bls. ntn Fáfnism.
2) Lit. hist. I, 548. hls.
3) Sn. E. I, 254. bls.
4) E Jessen, Úber die Edda'.ieder, 28.-29. bls. Lit. hist.