Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 44
44
fleiri eru dæmi þess, að v hafl fallið burt* 1. Hávam.,
sem hefur vreJca i 32. er. (Bugge), hefur sögnina rata
(upphaflega vrata) »-lausa i 5. og 17. er., og eigin-
nafnið liati (bor Oðins) — upphaflega Vrati — sömu-
leiðis u-laust i 106. er. Lokas., sem hefur vreiðri 15.
er., hefur sögnina rœgja (upphafl. vrœgja) i 55. er.
Atlakviða, sem hefur vreiði í 2. er., hefur róg — (upp-
haflega vróg —) í 27. og 29. er. Á öllum þessum
stöðum sjest það á stuðlasetningunni, að orðin verða
að birja á r enn ekki vr. Og viðar koma þessi sömu
orð firir i Eddukvæðunum, þar sem þau hljóta að
birja á r (rata í Alvíssm. 6. er. Gripissp. 36. er. —
sbr. Ratatoelcr Grímnism. 32. er. — róg i Helgakv.
Hund. n, 28. er.). Auk þess kemur reini (upphafl.
vreini, graðhestur) tvisvar firir e-laust i Helgakv.
Hjörv. (20. og 21. er.) og rengja (upphafl. vrengja) í
Atlam. 4. er. og sannar stuðlasetningin, að höf. hef-
ur borið fram r enn ekki vr. 1 Atlam. 54. er. kem-
ur firir reiðr, og reiði tvisvar í Gripisspá, 26. og 49.
er., hvortveggja »-laust. Nú má telja það vist, að
öll þau orð, sem birjuðu á vr hafi mist »-ið um sama
leiti, og er líklegt, að algeng orð, eins og t. d. vreiðr
og vrelca, hafi að minsta kosti ekkí haldið því leng-
ur enn önnur, sem minna vóru tiðkuð í daglegu tali.
Hvernig stendur þá á þvi, að einungis þessi tvö orð
hafa haldið ®-inu i Eddukvæðunum, enn öll hin mist
það? Og hvað kemur til, að sömu kvæðin, sem
hafa haldið v i vreiðr eða vreka, hafa glatað því í
(v)róg, (v)rœgja, (v)rata, (v)Rati? Til þessa virðist
I, 56. bls. Tvö af dæmum þeim, sem F. J, tilfærir, eru óá-
reiðanleg (Lokas. 18. og 27. er.).
1) E. Jessen s. st. 29.—30. bls.