Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 45
45
ekki geta legið nema ein ástæða. Höfundar þeirra
kvæða, sem hjer er um að ræða, hafa sjálfir verið
búnir að missa r-ið úr framburði sínum í öllum þess-
um orðum (eins í vreiðr og vrelca eins og í hinum),
enn hafa munað eftir dæmum í kvæðum eldri skálda,
þar sem þessi tvö orð (v)reiðr og {v)reka hlutu að
byrja á v, og tekið upp þessar eldri mindir af for-
dild til að gefa kvæðum sínum eldri biæ. Enn hins
vegar náði kunnátta þeirra eigi nógu langt til þess,
að þeir gætu sett þetta v inn alls staðar, þar sem
það átti að vera. Þá grunaði ekki, að róg, rata o.
s. frv. hefði líka til forna birjað á v. Vjer vitum
firir vist, að endurminningin um þetta v, sem fallið
hatði burtu á undan r, hjelst við í munnmælum þeim,
sem gengu meðal skáldanna, alt niður á 13. öld.
Ólafr hvítaskáld talar um það í hinni málfræðislegu
ritgjörð sinni í Sn. E., að sum orð, sem áður hafi
birjað á vr, birji þá (o: á Ólafs tímum) á r, og að vr
sje »fornt mál« ; »enn núerþat kallat vindandin forna
í skalldskapc1. Þetta orð, vindandi, kvk., er mindað
af sögninni vinda, sem aftur er komin af venð, heiti
þeirrar rúnar, sem táknaði v í rúnastafrofinu2. Þessi
orð ('vinda og vindandi) hefðu ekki getað orðið til,
ef það hefði ekki verið nokkuð alment meðal ís-
lenskra skálda að leika sjer að því að »vinda«, og
sjáum vjer þess nú einkum merki i Eddukvæðunum.
I Noregi hjelst vr í upphafi orða lengur enn á Islandi,
einkum sunnanfjalls3, og á 13. öld koma jafnvel
1) Sn. E. II, 134. bls.
2) Sn. E. II, 72. bls. 1. nedanmálsgr. (sbr. 400. bls. neðst).
Den III. og IV. grammat. afhandling i Sn. E., Kh. 1884, 42.
bls.
3) Noreen, Altisl. und altnorweg. grammatik § 228, 2. anm.
2. E. Jessen, >tíber die Eddalieder* 27. bls.