Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 47
47
Vjer komum nú að þeim röksemdum, sem
J. leggur mesta áherslu á og leiddar eru af náttúru-
lísingum Eddukvæðanna, lísingu þeirra á dirum og
plöntum, og á lifnaðarhætti manna. Hann tekur
fram ímislegt, sem honum virðist benda til þess, aú
kvæðin sjeu heldur ort í Noregi ennáíslandi. Sumt
af þessu er nú ekki framar norskt enn íslenskt, t.
d. hvalaveiðarnar og geitfjárræktin. Að Islendingar
í fornöld hafi stundum skutlað hvali, sjest ljóslega
á hinum nákvæmu lagagreinum Grágásar um skot-
hval og skotmannshlut1. Líka er viða minst á geit-
fje í Grágás og mjög nákvæm ákvæði um verðlag
þeirra í kapítulanum »Um fjárlag manna« í Kon-
ungsbók2. Engum dettur þó víst í hug að halda því
fram, að lög þessi sjeu samin eða færð í letur í Noregi!
Að geitfjárrækt hafi verið töluvert algeng á Islandi
til forna, sjest og á hinum mörgu bæjanöfnum og
öðrum örnefnum, sem kend eru við geitfje viðsvegar
um land3. Jeg get því ekki með neinu móti talið
1) G-rág. Konungsb. II, § 215, 127. bls. Sthb. § 447-454,.
519.-628. bls.
2) Konungsb. II, § 225, 15G. bls. Sthb. § 190, 231. bls.
Ein log ero um dilk sauöa (í Kbók sauðe) ok nauta ok geita.
I Konungsb. s. st. Sthb. § 192, 231. bls. segir, að jafnt skuli
varðveita hatur og hrút að lögum. Um fjárlag geita sjá
Konungsb. II, § 246, 193.—194. bls.
3) Jeg hef að eins leitað í Bæjatali V. H. Einsens og
nafnaskránni aftan rið Islandslísingu Kálunds og hef þar
fundið þessi örnefni, sem minna á geitfjárræktina: í Gullbr.
s. Geitahlið. Kjósars. Kiðafell. Borgarf. s. Geitá, Geitland
(Geitlandsjökull, Geitlandskot). Miras. Geitlands-hraun (nafnið
leitt af Geitlandi í Borgarf.). Hnappad. Hafursstaðir. Snœfn.s. .
Geitareijar, Kiðei. Dalas. Geitastekkur, Hafragil, Hafratind-
ur, Kiðei. Bmrðastr. Geitagil, Geitará, Hafraíell, Hafraklettur. _