Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 49
49
þessu, að Hárbarðsl. sjeu ort í Noregi; þá ætti Hkr.
og Egils s. eins að vera samdar í Noregi, því að i
báðum er talao um síld og síldfiski. Það er og var-
lega gerandi að fullirða, að Islendingar í fornöld
hafi ekki þekt hafragraut (Hárbarðsl. s. st.). Vjer
vitum að korn og mjöl var flutt inn frá Noregi, og
er ekki ólíklegt, að hafrar hafi fiutst inn eins og
aðrar korntegundir1. Ekki er það heldur framar
norskt enn íslenskt, sem segir í Hymiskv. 18. er.:
Sveinn sýslega
sveif til slc ó g a r
þar er oxi stóð
alsvartr fyrir2 3.
Skógar eru enn til sumstaðar á íslandi svo miklir,
að uxar geta verið þar á beit innan um runnana,
og hafa verið meiri f fornöld. Það hlítur og að vera
sprottið af einhverju ógáti, er F. J. telur það vott
um norskan uppruna Helgakv. Hjörv., að þar er
talað um ferð ifir fjöll og stórar ár8. Slíkt þekkjum
vjer vel á Islandi. Ef það er rjett, að orðið td í
1) Það er annars ekki vist, að hafrar í Hárbarðsl. tákni
korntegundina eða graut úr höfrum. Þór segir:
«At ek í hvíld,
dðr ek heiman fór,
síldr ok hafra.
Saðr em ek enn þess«.
Nú vitum vjer að Þór var því vanur, þegar hann var á
ferð, að slátra að kvöldi höfrum sínum, sem drógu reið hans,
og búa þá sjer til matar, enn að morgni vígði bann hafur-
stökurnar og beinin, og stóðu hafrarnir þá upp jafngóðir, ef
ekki höfðu verið brotin bein til mergjar. Sn. E. I, 142. bls.,
sbr. Hymiskv. 37.—38. er. Það er því eigi ólíklegt, að hafrar
í Hárbarðsl. sje dír enn ekki korntegund.
2) Lit. hist. I, 159. bls.
3) Lit. hist. I, 249. bls.
4