Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 50
50
Reginsm. 21. er. þíði stjett (d. fortov), þá er það
ekki framar norskt enn islenskt1, þvi að enn í dag
er varla til svo aumur íslenskur bóndabær, að ekki
sje einhver stjettarmind í kringum hann, og mun
svo hafa verið frá alda öðli2. Ekki er það heldur
liklegt, að landnámsmenn hafi skilið eftir í Noregi
þann sið að reisa bautasteina eftir dána ættingja
sína, og er ekki mikið að marka, þó að slíkir stein-
ar hafi ekki enn fundist i sambandi við hauga á
Islandi3. Það er því alls ekki víst, að Hávam. 72.
er. sje ort í Noregi enn ekki á Islandi, þó að þar
sje talað um bautasteina. Hkr. talar og um bauta-
steina, og er þó ekki norskt rit. Líkt má segja um
siðinn að »sitja á haugi« til að bjóða gestum og
hafa fregnir af þeim. í Landn. er þess getið, að
Geirríður sistir Geirröðar á Eiri ljet gera skála sinn
um þjóðbraut þvera; »hon sat á stóli oJc laðaði
úti gesti, en borð stöð inni jafnan oJc matr íí«4, og
alveg sama er sagt um Langaholts-Þóru5. Það má
ætla, að þessar konur hafi haft stól sinn, þar sem
hátt bar á (= á haugi) og þær gátu sjeð manna-
ferðir um hjeraðið og kallað eða sent til þeirra, sem
1) Sbr. Lit. hist. I. 272. bls.
2) Stjettin er kölluð brústeinar í sögunum. Eyrb. Leipz.
42. bls. Landn. II, 33. k. 163. bls. i vísu Hásteins Hrómundar-
sonar (ortri um 960). Sbr. það, sem Yaltýr Guðmundsson
segir í riti sinu »Privatboligen p& Island« 255. bls.
3) Sbr. Lit. hist. I, 232. bls. Það eru ekki margir haugar á
íslandi, sem hafa verið rannsakaðir með þeirri nákvæmni og
kunnáttu, sem þarf í slikum efnum. Auk þess er ekki hægt
að þekkja bautasteina frá öðrum steinum, þegar ekkert letur
er & þeim.
4) Landn. II, 13. k., 100. bls.
5) Landn. II, 6. k., 81. bls.