Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 51
51
ætluðu að fara hjá. Það sjest þvi á þessu, að sið-
urinn að sitja á haugi í fornri þíðingu1 2 hefur verið
tíðkaður á Islandi í landnámstið eða jafnvel eftir
hana*, enn hve lengi hann kann að hafa haldist
hjer við eftir þetta, það veit hvorki F. J. nje jeg,
Það er því alls eigi víst, að þau kvæði, sem tala
um þennan sið (Völuspá, Þrymskv. og Skírnismál),
sjeu framar norsk enn íslensk. I Goðrúnarkv. I, 6.
er., er sunnanlands haft um Þískaland, og ræður
F. J. af þvi, að kviðan sje norsk, þvi að þetta orð
hafi ekki getað verið algengt á Islandi um það leiti,
sem kviðan var ort, eða laust firir árið 1000 að hans
tali3. Af hverju veit hann það? Vjer vitum þó, að
í fornritum íslenskum er Þiskaland eða Saxland
kallað SuðrlÖnd og Þjóðverjar Suðrmenn. Ætli ís-
lendingar hafi ekki vitað það á 10. öldinni, að
Þískaland lá sunnar enn þau lönd, sem þeir best
þektu, Noregur, Svíþjóð og Danmörk. Að því er
snerti landaskipun á meginlandi Norðurálfunnar var
þeim tamt að miða við Noreg (sbr. út = til íslands,
útan = til Noregs, Vestmenn, Vestureyjar o. s. frv.),
1) Nú hefúr þetta orúatiltæki fengið alt aðra þíðingu.
2) Ásmundr Atlason kom út með föður sínum og hefur
þá verið ungur maður. Siðar fjekk hann Langahoits-Þóru
og bjó í Langaholti að Þórutóftum. Síðan, yþegar Asmundr
eltist«, bjó hann i öxl og þar hjó Þóra eftir hann, og þar
ljet hún reisa skála sinn um þvera þjóðbraut, enn sat sjálf
úti og laðaði gesti (Landn. s. st.). Þetta hefur því verið síð
landnámstíðar eða eftir landnámstíð.
3) Jeg efast um, að kviðan sje svo gömul, enn hjer er
ekki tími til að fara út í það mál eða rannsaka aldur Eddu-
kvæðanna. Til þess þirfti sjerstaka ritgjörð. Tafla sú, sem
E. J. hefur gert um aldur Eddukvæðanna í Lit. hist. I, 65.—
66. bls. er mestöll að minni ætlan ekki annað enn handa-
hófsreikningur og hugsmíð höfundarÍM.
4*