Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 52
52
og þetta hlítur að hafa verið því ríJcara hjá þeim,
sem sJcemra var liðið frá landnámstíð. Jeg get
því ekki með neinu móti skilið, hvernig F. J. getur
komist að þeirri niðurstöðu, að sunnanlands hafi
ekki getað verið tíðkað á Islandi í þeirri þiðingu,
sem hjer um ræðir, »svo snemma á öldum«k Alveg
sama er að segja um áliktun þá, sem F. J. leiðir
af því, að í Goðrúnarkv. II, 16. er. kemur firir
suðr á Fjóni1 2.
Því verður þó ekki neitað, að mart er það nefnt
i Eddukvæðunum, sem ekki var (eða er) til á ís-
landi, enn var (eða er) til í Noregi. Enn það er
alveg rangt að álikta af þvi, að kvæðin sjeu ekki
islensk heldur norsk, eins og F. J. gerir. Úlfar,
viðbirnir og hirtir hafa aldrei verið til á íslandi, og
sama er að segja um ímsar trjátegundir, svo sem
furu (þoll i Hávam.), ask, ösp. Enn íslendingar
þektu þetta bæði af afspurn og eigin sjón, því að
þeir vóru alt af með annan fótinn í Noregi. í ís-
lenskum kveðskap er varla talað eins oft um nokk-
urt annað dír eins og um úlfinn að hrafninum
undanskildum, og hefðu skáldin varla nefnt hann
svo oft, ef almenningur hefði ekki skilið, hvers
konar dír úlfurinn var. Einnig er hans oft getið f
islenskum sögum og þarf ekki annað enn minnast
á draum Gunnars á Hlíðarenda í Njálu, er hann
dreimdi firir vígi Hjartar bróður síns3. Á viðbjörnu
er og oft minst í íslenskum sögum, og sjest, að
1) Lit. Mst. I, 287. bls.
2) Lit. Mst. I, 297. bls. í Konungsb. stendur annars
>Five« (= Fife á Skotlandi), enn >Fjóni* er tekið eftir Völs-
unga sögu.
8) Nj. 62. k.