Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 53
53
íslendingar hafa tekið þátt í bjarndiraveiðura með
Norðraönnum1. Þeir vissu vel, að björninn hafði
loðið skinn, sem gott var að sitja á2, og að bjarna-
kjöt var gott til átu, enda er það beinlínis tekið
fram í Grágás (Konungsb. I, 34. bls.) að menn megi
veiða og níta bjarndir, hvort sem er viðbjörn eða
hvitabjörn3. Ekki hefur heldur orðið lerharðr, harður
sem bjarndir, neitt sönnunargildi. Þegar þetta orð
hafði fengið sína ákveðnu þíðingu í málinu, gat það
haldist við úr því svo lengi sem vera skildi, líkt og
herserTcr (af bera eða *berr, *beri, bjarndír, og serJcr)
hefur geimst í málinu og er tíðkað enn í dag um
alt land. Enn þá segja menn »að tdka sjer bessa-
leifi«, sama sem að spirja ekki um leifi, fara að
eins og björninn, þegar hann fer ólofað í hjalla
bænda, og oft er sagt »nú er björninn unninn«,
þegar menn hafa unnið sigur á einhverjum erflð-
leikum eða tálmunum. Þetta sínir, að vjer Islend-
ingar höfum ekki enn gleimt birninum og bjarndira-
veiðunum4. Hjörtur kemur firir í Sólarljóðum, sem
1) Grettis s. 21. k., 49. bls. Giúma 3. k. Finnboga s.
11. k. Egils s., Kh. 1886—8, 203. bls.
2) Sjá orðab. Guðbr. Vigf. undir bjamfeldr, bjarnfell,
bjamólpa, bjarnskinn. Af þessu er sprottin hin gamla hug-
mind um bjarnil (ísl. Þjóðs, I, 608. bls. Háv.s. 2. k.).
3) Þetta er svo sjálfsagt, að jeg heiði als ekki minst á
það, ef F. J. teldi það ekki sem ástæðu firir, að Völundarkv.
sje norsk, að þar er sagt í 9. og 10. er., að Völundr hafi.
steikt sjer til matar bjarnarkjöt og setið á »berfjalli« (o:
bjarnarfeldi)! Lit. hist. I, 212. bls.
4) Oröatiltæki þessi geta að visu vel verið leidd af við-
ureign íslendiuga við hvitabjörninn. Enn þau geta líka
verið eldgömul og komin til Islands frá Noregi.