Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 54
54
enginn mun neita að sjeu íslensk1 2. Það var siður
að marka björt á skjöldu, eins og sjest á Njálu,
þar sem sagt er frá vígi Þráins; þá hafði Heigi
Njálsson »rauðan skjöld oJc markaðr á hjörtr«*. I
sögunni »Af þrimr kumpánum*, sem er útlend að
uppruna enn rituð á Islandi, er sagt frá því, að
þrír menn, einn konungsson, annar hertogason og
hinn þriðji jarlsson, eltu hjörtu svo ákaft, að þeir
viltust frá mönnum sínum3. Líkt kemur oft firir í
Islenskum Þjóðsögum, og stendur mjer það firir barns
minni, að gömul flökkukeriing sagði mjer margar
slikar sögur, um konunga eða konungssini, sem vilt-
ust frá mönnum sínum á hjartarveiðum4. Víðar er
minst á hjörtinn í íslenskum ritum5 *. Trjáanöfn
hjeldust við á íslandi bæði í kenningum skáldanna
og í daglegu tali, enn auðvitað gleimdi alþíða fljótt
eftir landnámstið að greina sundur hin einstöku trje,
t. d. að þekkja eik frá ösp eða aski o. s. frv., af
því að hin uppvaxandi kinslóð hafði aldrei sjeð þessi
trje öðruvísi enn sem timbur eða rekavið, og þess
vegna fengu þessi trjáanöfn almennari þíðingu og
fóru að tákna stórt trje alment (sbr. hjer að framan).
I þeim hjeröðum, þar sem trjáreki var mikill, þekti
alþíða þó sjálfsagt hinar einstöku rekaviðartegundir
og kunni nöfn á þeim eins og enn þann dag i
1) Sólarl. 55. og 78. er. Í! '-; 'f
2) Nj. 92. k.
3) Sínisbók Konráðs Gíslasonar bls. 4108. Hugo Gering:
íslensk æflntiri I, lxxxii s.
4) Sbr. ísl. t>jóðs. n, 334., 360., 442. bls. og viðar.
5) Sbr. orðabækur þeirra Fritzners og Guðbr. Vigf. undir
orðinu hjörtr.