Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 55
56
dag1, og eins hafa trjesmiðir þá eigi síður enn nú
þekt viðartegundirnar sundur, enn ílestir voru bú-
hagir á trje, og mun því þessi þekking hafa verið
nokkuð almenn. Það sannar því harla lítið, þó að
íms díra nöfn eða trjáa, sém ekki eru til á íslandi,
komi firir í Eddukvæðunum.
Enn F. J. hefur tekið það fram, að sumum af
þessum útlendu dírum eða plöntum eða öðrum hlut-
um sje líst svo kunnuglega og með svo lifandi lit-
um, að óhugsandi sje, að nokkurt skáld hafi samið
þessar lísingar, sem ekki hafi haft dírið eða plönt-
una firir augum frá blautu barnsbeini, og vaxið upp
með þeim og fengið þannig nákvæma þekking á
eðli þeirra. Hjer er nú ímislegt athugavert. Sumt
af því, sem F. J. telur til þessa, er alls ekki svo
einkennilega norskt, að nokkuð verði af þvf ráðið.
Svo gátu t. d. íslendingar eins vel og Norðmenn
sagt um björninn, að hann »hryti«.2 Sumt eru gaml-
ir málshættir eða orðskviðir, sem gátu haldist við á
íslandi fram eftir öllum öldum. F. J. heldur þvi
sjálfur fram, að það sje gamall málsháttur, sem
stendur i Hávam. 81. er:
»At Jcveldi skal dag leyfa,
konu, er brend er«.3
Enn sama er að segja um það, að eigi skuli trúa
1) Sbr. Andvara XIII (1887), 165. ,bls. Af þeim trjám,
sem vaxa í Noregi eru fura, greni og selja (= píll, nafnið
er skilt lat. salix) einnig almennar rekaviðartegundir. Als
konar timbur, sem flutt er frá Noregi, kemur þar at> auki á
fjörur manna sem vogrek. Eins hefur þetta auðvitað verið
frá alda ööli.
2) Hamðism. 25. er.
3) Lit. hist. I, 233. bls.