Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 56
66
»bjarnar leiJci eða barni Tconnngs*.1 »Hrörnar þöll,
sú er stendr þorpi d, hlýrat henni bqrTcr ne barr«2 3 4
og »sjáldan liggjandi úlfr lær um getr né sofandi
maðr sigr«8 eru líka málshættir eða orðskviðir, og
eins Hávam. 60: »Þurra skiða \ ok þakinna nœfra,
| þess kann maðr mjqt«. Margir slíkir málshættir
hafa haldist við á Islandi enn þaun dag í dag, þó
að i þeim komi firir eitthvað, sem ekki er til eða
hefur verið um langan aldur mjög sjaldsjeð hjer á
landi, t. d. »sveltur sitjandi krdka, en fljúgandi fær«,*
»úlfur er sá, sem með úlfum venst,« »kominn er
köttur í ból bjarnar«,5 »við eplin, sögðu hrossataðs-
kögglarnir«, »best er heilum vagni heim að aka,«
»tíðkast breiðu spjótin« o. s. frv. I Laxdælu kemur
firir málshátturinn »betri er ein krdka í hendi enn
tvær í skógi«,6 og mun þó eugum detta í hug, að
Laxd. sje samin annars staðar enn á íslandi, enda
er málsháttur þessi algengur í daglegu máli enn í
dag. Gamlar hugmindir og orðaþiðingar geimast
furðu lengi i þess konar málsháttum. Orðið holt
þiðir í Eddukvæðunum skógarlund eða runn7 (sbr.
þiska orðið holz). Þessi gamla þíðing er nú horfin
1) Hávam. 86. er.
2) Hávam. 50. er.
3) Hávam. 68. er.
4) Málshátturinn kemur íirir í hinu gamla ísle'nska orðs-
kviðasafni, sem Kr. K&lund hefur geíið út í «Sm&stykkei « á
bls. 159.
6) Að hjer sje talað um viðbjörninn enn ekki hvíta-
björninn, sjest á ból (= hiði).
6) Laxd. 24. k. útg. Kálunds bls. 847.
7) Skímism. 32. er. Vafþrúðnism. 45. er. Völundarkv.
16. er. Hamðism. 5. er.