Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 57
57
úr málinu nema í málshættinum: »oft er í holti heir-
andi nær«.'
Skildir málsháttunum eru talshættir og samlík-
ingar, sem hafðar eru í daglegu tali. í Helgakviðu
Hundingsbana II er það sagt, að óvinir Helga hafi
verið svo hræddir við hann
y>sem fyr ulfi
óðar rynni
geitr af fjálli
geislcafullar«.1 2
Þetta tekur F. J. sem vott um norskan uppruna.
Enn vafalaust liggur hjer á bak við talshátturinn
»að renna sem geit firir úlfi«, sem einnig kemur
firir í Örvar-Odds sögu i vísu, er vafalaust er ort á
Islandi.3 4 Geitinni hefur frá alda öðli verið við
brugðið hjer á landi firir það, að hún væri allra
díra rögust og huglausust, og enn i dag er huglaus
maður kallaður geit eða raggeit.* Mörg dæmi eru
til þess, að talshættir líkir þessum, »að renna sem
geit firir úlfi«, hafa haldist við hjer á landi alt
1) í Hákonarmálum Eyvindar skáldaspillis birjar. ein
vísa j2l. er.) á orðunum >Deyr fé. deyja frœndr eins og
Hávam. 76. og 77. er., og hafa menn af því viljað ráða, að
Eyvindr haíi h jer hnuplað úr Hávam. Það þarf alls ekki að
vera. Það getur vel verið, að bæði Eyvindr og sá, sem orti
Hávarn., hali hjer haft íirir sjer gamlan málshátt, líks efnis
og Hávam. -76. er. Annars eru nokkrar likur til, að erindi
því í Hákonarm., sem hjer er átt við, sje síðar við aukið
(Sn. E. m, 453. bls).
2) Helgakv. Hund. II, 37. er.
3) Fornaldar s. II, 291. bls. F. J. heldur, að höf. þess-
arar vísu hali hjer hnuplað úr Helgakv., enn það þarf als
ekki að vera.
4) Sbr. Fritzner2 undir orðinu yeit.