Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 58
58
fram á þennan dag. Gölt hafa nú varla aðrir sjeð
enn þeir, sem farið hafa til útlanda, og þó segja
menn alment »það er ekki feitan g ö 1t að flá«, þeg-
ar þeir vonast ekki eftir miklum ábata af einhverju.
Langt er nú síðan, að skildir vóru hafðir til híbíla-
príði, og þó er enn í dag altítt orðtækið: »Nú er
skarð firir skildi«. Bogfimi hefur ekki tiðkast
hjer á landi í margar aldir, og þó er algengur tals-
hátturinn, að »einhverjum hregðist h o g alistin«.
Ennfremur er hverjum manni kunnur talshátturinn
»að fara d hn otskó g«, sama sem að grenslast eft-
ir einhverju í laumi, og eru þó hnottrje ekki til á
Islandi. í Njálu kemur talshátturinn firir í sinni
upphaflegu og eiginlegu þíðingu (Nj. k. 8774) og
sömuleiðis í Fornaldar s. (II, 59. bls. III, 365. sbr.
226. bls.) Helgakviða Hundingsb. II getur því vél
verið ort á íslandi, þó að talsháttur sá, er fir var
getið, komi þar firir. ímislegt þessu líkt finst hing-
að og þangað í Eddukvæðunum, og er ekki rjett að
álikta af því, að kvæðin sjeu ekki ort á íslandi,
eins og F. J. gerir. Svo er t. d. í Hávam., þar sem
því, sem er viðsjált og hættulegt, er líkt við það,
ef haltur maður ætti að »henda hrein i þáfjalli«.x í
Goðrúnarkv. hinni fornu stendur þetta erindi:
Svá vas Sigurðr i
of sonum Gjúka ( .
sem vœri grœnn laukr
ór grasi vaxinn,
1) Hávam. 90. er. F. J. heldur, að þetta erindi sje ekki
upphaflegt í kvæðinu, heldur síðar inn skotið (Lit. hist. I,
235. bls.), enn samt leiðir hann af því þá áliktun, að Hávam.
sjeu ort í Noregi (Lit. hist. I, 61. bls.).