Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 59
59
eðn hjortr háheinn
of hqaum1 dýrum
eða gull glóðrautt
af grá silfri.
Hjer er bæði laukurinn og hjörturinn og rádírið óís-
lenskt, enn talshættirnir geta verið islenskir firir því,
og að hjer sje um talshætti að ræða, sjest á síðasta
vísufjórðungnum, sera vafalaust er talsháttur, líkt og
enn i dag er sagt, að einhver beri af öðrum »sem
gull af eiri.«. Lík samlíking kemur einnig firir í
Helgakv. Hund. II, 38. er. Þar er sagt að Helgi hafi
borið af hildingum »sem itrsTcapaðr askr af þyrni
eða sá dýrkálfr doggu slunginn, er efri ferr ollum
{qhrum?) dýrum«. Hjer er síðari samlíkingin hin
sama og í Goðrúnarkv. (dýrkálfr — hjartkálfr, dýr
~ skógardír, sjerstaklega rádír), og er alls ekki
víst, að annað skáldið hafi hjer tekið frá eða líkt
eftir hinu, heldur er líklegt, að báðir hafi notað
talshátt, sem algengur var i daglegu máli. Eins
1) Jeg filgi lexta Finns Jónssonar í Edduútgáfu hans,
{hpsum f. hvossum). Þó held jeg ekki, að »hos dýr« sjeu úlf-
ar; það á ekki vel við í þessari samlíkingu, því að hjörturinn
hefur ekki annað enn hæðina og fegurðina (og flítinn?) fram
ifir úlfinn, enn stendur honum á baki að öðru leiti, einkum í
•dirfsku og harðfengi, þeim eiginlegleikum, sem fremur öðrum
■einkenna norræna hetju, og þá sjerstaklega Sigurð Fáfnis-
bana, er hjer ræðir um. Auk þess er úlfurinn alt of ólíkur
hirtinum í eðli sínu til þess að það geti komið til tals að
líkja þeim saman. Orðið dýr steudur víst hjer i þiðingunni
skógardír, sjerstaklega r á d í r (sjá orðaþ. Guðbr. Yigf, undir
■orðinu dýr). Það virðist eiga vel við að kalla þau hps að lit
shr. Konr. Gislason í Árb. 1869, 269. bls. Orðið er haft bæði
um örn, úlf og hratn (hpsfjaðr). Litur rádíranná er á vetr-
um mógrár (»braungrau», Brehm, Thierleben III, 495) og þvi
■ekki ósvipaður lit arnarins. ■,; r ,;'L