Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 60
60
stendur að líkindum á flrri samlikingunni í Helga-
kviðu (»sem asTcr af þyrni«). Sama er að segja um
Hamðism. 5. er. »Einstœð sem qsp í holti«, »fallin
at frœndum sem fura at Jcvisti« og s. st. 30. er.: að>
standa á einhverju »sem örn á Jcvisti«. Þessar sam-
líkingar þurfa ekki endilega að vera norskar fram-
ar enn íslenskar. Hið gamla mál virðist hafa verið'
mjög auðugt af þess konar talsháttum, sjá t. d,.
Hávam. 81.—90. er.
í sambandi við þetta dettur mjer í hug ein ís-
lensk níðvisa.
Hilur gæran sauðar svarta
soltinn úlf með geði þungu,
dúfuaugað höggormshjarta,
hunangsvarir eiturtungu.
Et þessi visa væri með fornirðislagi eða ljóðahætti
og stæði í einhverri »sennu« i Eddukvæðunum, þá
mundi F. J. ekki vera seinn að álikta, að hún gæti
ekki verið islensk. Hjer kemur firir svo mart, sem
ekki er til í náttúru íslands: úlfur, dúfa, höggormur
og hunang. Enn þessi visa er eftir íslenskan alþíðu-
mann, sem aldreimunhafakomið út firir landsteinana,
og ort á þessum siðasta mannsaldri. í tveimur firstu
vísuorðunum vakir firir skáldinu talshátturinn »að
hilja úlf(inn) undir sauðargæru(nni)«, i 3. vísuorðinu
hefur hann líklega haft firir sjer orð Krists til læri-
sveinanna: »Verið slægir sem höggormar og ein-
faldir sem dúfur,« sem nú eru orðin að algengum
talshætti á Islandi. í síðasta vísuorðinu hefur það
vakað firir honum, að sá maður er kallaður »sætur«,
sem talar eins og hver vill helst heira, enn öllu sem
sætt er, er jafnað til hunangs (»sætur sem hunang«,
»hunangssætur«). Þetta dæmi sinir ljóslega, hv&
hæpið er að ráða nokkuð af slíkum samlíkinguin.