Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 64
G4
ok drífr drótt oll
draumþinga til«
Sá sem hefnr ort þetta, hlítur að hafa vitað, að örn-
inn eins og flestir aðrir ránfuglar er á veiðum á
daginn, enn setst að og heldur kirru firir, þegar
kvölda tekur. Til þess að vita þetta þurfti auðvitað
nokkra þekkingu á eðlisháttum arnarins. Enn þetta
vita Islendingar eins vel og Norðmenn, því að nóg
er til af örnum hjer á landi. Hitt er norskt eða að
minsta kosti ekki íslenskt, að örninn er látinn sitja
»á asklimum«. Enn þetta gat borið flrir augu hvers
Islendings, sem kom til Noregs; sá sem orti þetta,
þarf als ekki að hafa verið borinn og barnfæddur í
Noregi; það var nóg, að skáldið hefði sjeð þetta
einu sinni eða tvisvar. Það hlaut jafnvel að vekja
méiri eftirtekt hjá Islendingi, sem ekki var vanur að
sjá örn sitja á trje. Þar að auki þektu íslendingar í
fornöld furðu vel að minsta kosti einn örn, er sat
»d asklimum«, örninn, sem átti sæti efst á aski Ygg-
drasils1 2, og gæti þessi hugmind i Helgakv. II verið
þaðan sprottin. Þetta er því engin sönnun þess, að
Helgakv. Hund. II sje ort í Noregi. Þriðji staður-
inn er í Reginsm. 22. er. Þar er það talinn góðs
viti í orustu, »ef þú þjóta heyrir \ úlf und asklimum«.
Þetta heirist að vísu aldrei á Islandi, enn það er
ekki svo einkennilegt, að nokkuð verði af því ráðið.
Islendingar vissu vel, að úlfurinn gat gefið hljóð frá
sjer (þjóta) og var oft á ferð í skógi, þeir vissu, að
askurinn var hátt trje og hafði limar. Það er ekki
einu sinni vist, að askr á þessum stað tákni eski-
trjeð, heldur gæti orðið vel þítt stórt trje alment
1) Helgakv. Hund. II 50. er.
2) Grimnism. 32. er. Sn. E. I, 74. bls.