Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 65
65
(sbr. hjer að framan). Þetta gæti því vel verið ort
af íslendingi, sem aldrei hefði komið til Noregs, og
þá því heldur af Islendingi, sem þar hefði verið.
Áður enn jeg skilst við þessar náttúrulísingar i
Eddukvæðunum, sem virðast í fijótu bragði hafa á
sjer óíslenskan bla', skal jeg leifa mjer að setja fram
eina einfalda, almenna hugsun. Þeir sem ortu Eddu-
kvæðin, vissu vel, að þær goðsagnir eða hetjusögur,
er þeir ortu eftir, fóru ekki fram á Islandi. Hafi
það verið Islendingar, þá var eðlilegt, að þeir reindu
að gefa kvæðunum útlendan blæ og skreita þau með
því að minnast á ímislegt í ríki náttúrunnar, sem
ekki var til á Islandi. Enn af því að þeir þektu
best Noreg, þá varð náttúra þess lands auðvitað sú
firirmind, er þeir helst höfðu firir augum. Finni
Jónssini finst náttúru Noregs vera líst svo einkenni-
lega og með svo lifandi litum í Eddukvæðunum, að
óhugsandi sje, að nokkur hafi getað ort þannig ann-
ar enn sá, sem þar var borinn og barnfæddur. Jeg
verð nú first og fremst að neita því, að lísingar þær,
sem hjer um ræðir, sjeu svo sjerlega einkennilegar
eða lifandi. Og í annan stað, þó vjer lítum á málið
»frá almennu sjónarmiði*, þá er það ekki nema hálf-
satt, sem F. J. segir, að »skáld geti ekki orðið svo
innlífað náttúru þess lands, þar sem hann ekki er
barnfæddur, að hann geti líst henni eins vel og þar-
lendir menn«. Útlent skáld tekur ef til vill síður
enn innlendir eftir ímsum smáatvikum, sem lítið ber
á, enn hins vegar sjer hann oft betur enn innlendir,
einkum alt það, sem er öðruvisi enn hann hefur van-
ist, af því að það er nítt firir hann, enn »daglegt
brauð« firir þá. Hvar finnum vjer í dönskum kveð-
skap fallegri, gagnorðari eða einkennilegri lísing á
6