Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 66
66
akri enn í þessum tveim vísuorðum Jónasar Halk
grímssonar:
... Ijósgul um mörk
rennur lifnndi Jcornstangamóða.
Það er auðsjeð, að hann hefur haft augun opin, þeg-
ar hann kom til Danmerkur og sá akur í firsta sinni.
Ef eitthvað þessu likt kæmi firir í Eddukvæðunum,
þá mundi brátt hljóma bjallan, að það gæti ekki
verið ort af islenskum manni. Ætli fornskáldin hafi
ekki lika getað haft augun opin firir náttúrunni eins
og Jónas? Að neita því, það er að gera þeim rangt
til1.
F. J. ætlar, að Rígsþula sje ort í Noregi, af því
að tilgangur hennar sje að viðfrægja og lofa kon-
ungsveldið og sjerstaklega konungsveldi það, sem
Haraldr hárfagri kom fótum undir í Noregi2. Hann
heldur, að Konr wngr í kvæðinu sje hvorki meira
nje minna enn sjálfur Haraldr hárfagri! Þetta
ræður hann af því, að ríki Konar ungs geti ekki
verið Danmörk, heldur hljóti að vera Noregur, því
að það sje í enda kvæðisins sett í mótsetningu við
ríki þeirra Dans og Danps, sem ekki geti verið ann-
að en Danaveldi, og svo hafi Konr gengið að eiga
danska konu eins og Haraldur. Enn fremur hafi
stjórnarfirirkomulagið í Noregi á dögum Haralds hár-
fagra vakað firir skáldinu, þar sem hann lisir stjórn-
arháttum, einkum sambandinu milli hersi's og jarls.
(og konungs). Það er nokkuð veikur þráður, sem
þessi sönnun hangir í. Hann hrekkur fljótt í sund-
ur, ef vjer lítum á sjálft kvæðið.
Rlgsþula segir frá þvi, að Heimdallr, einn af
1) Sbr. Lit. hist. I, 61. bls.
2) Lit. hist. I, 62. og 188.—192. bls.