Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 67
67
Ásum, fór fram með sjávarströndu nokkurri og kom
first til Áa og Eddu (langafa og langömmu), síðan
til Afa og Ömmu, og loks til Föður og Móður. Al-
staðar er honum vel tekið, veittur beini og nætur-
gisting, og alstaðar sefurhanu um nóttina milli hjón-
anna. Af þessu leiðir, að níu mánuðum eftir komu
Rigs elur Edda sveinbarn, sem heitir Þræll, Amma
sveinbarn, sem heitir Karl, og Móðir sveinbarn, sem
heitir Jarl. Frá Þræl eru þrælar komnir og frá
Karli karlar (o: bændur). Enn frá Jarli er það að
segja, að hann óx upp og tamdi sjer íþróttir og
varð hermaður mikill. Þá kemur Rigr til hans,
gengur við frændsemi hans og gefur honum nafn
sitt. Siðan fer Rígr jarl i hernað og leggur undir
sig átján bú, og er örlátur við menn sína. Eftir það
fjekk hann dóttur hersis, sem hjet Ern1; eiga þau
saman marga sonu og hét hinn ingsti Konr eða
Konr ungr, af því að hann var ingstur. Konr ungr
óx upp og gerðist svo rúnfróður, að hann deildi
rúnir við föður sinn og beitti gamla manninn brögð-
um og kunni betur enn hann. Á díraveiðum sjer
Konr ungr kráku sitja á kvisti og heirir hana
kveða:
1) Sophus Bugge heldur, að hún haíi heitið Emst, enn
Erna í 39. er. er vafalaust þolfall eintölu í kvennkini af Ern
sem er sama og lísingarorðið ern og hefur beigst eins og
það. Heita í þíðingunni að nefna hefur annars aldrei með
sjer nefnifall í íslensku, og sannar það ekkert, þó að slíkt
komi firir í þísku eða forneusku. Hins vegar eru sum af
nöfnunum í Rigsþulu auðsjáanlega lísingarorð, t. d. þræla-
nöfnin Klúrr og Lútr, bóndanafnið Breiðr (og Brattskeggr?),
sbr. einnig Konr ungr. Emar hérað í Fornaldar s. I, 490.
bls. bendir og til þess, að nafnifallið aje Em.
5*