Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 69
69
og Danpr eigi dirar hallir og æðra óðal enn hann.
Þetta verður ekki skilið öðruvísi enn svo, að krák-
an eggi Kon ungan til að fara með ófrið á hendur
þeim Dani og Danpi, og svo hefur Bugge skilið það1.
I riti sínu »Supplementum Historiae Norvegicae«
segir Arngrímur lærði, að Rígr hafi maður heitið og
verið einn af hinum æðstu höfðingjum síns tima.
Rígr þessi hafl gengið að eiga Dönu dóttur Danpar
höfðingja (domini) á Danparstöðum, og hafl síðan
fengið konungstign í því landi, er hann átti iflr að
ráða. Sonur þeirra Dönu og Rígs hafi verið Danr
konungur á Jótlandi, og hans son aftur Danr hinn
mikilláti, er firstur varð konungur ifir allri Dan-
mörk. Hkr. stiður sögu Arngrims að nokkru leiti.
Þar*segir og, að Danr hinn mikilláti hafi verið
sonarsonur »líigs, er fyrstr var Jconungr d danska
tungu; hans (o: Rigs) áttmenn hqfðu ávalt síð-
an konungsnafn fyrir it œzta tignarnaf?i«2. Enn
það ber þeim á milli Hkr. og Arngrími, að Hkr. seg-
ir, að faðir Dans hins mikilláta, sonur Rígs, hafi heit-
ið Danpr enn ekki Danr, eins og Arngrímur segir.
Það er nú alveg vafalaust, að Rígr sá, sem þeir tala
um Arngrimur og Snorri, er enginn annar enn Konr
ungr, og liklegt, að báðir hafi haft firir sjer Rígsþulu,
þó að þeir einnig að líkindum hafi haft firir sjer aðr-
ar heimildir. Það er í fullu samræmi við Rígsþulu,
að Arngrímur kallar Ríg »einn af hinum æðstu höfð-
ingjum síns tíma«, þegar hans first er getið; kon-
ungsnafnið fjekk hann ekki fir, enn hann hafði geng-
ið að eiga Dönu. í því, sem til er af Rígsþulu, er
1) F. J. er á annari skoðun (Lit. hist. I, 189—191), enn
sú skoðun er í beinni mótsögn við orð krákunnar.
2) Hkr. Yngl. 20. k. útg. Finns Jónssonar 17. k.