Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 72
72
Hún fer öll fram i drdaga og á þvi vel við að
kalla hjeraðið, þar sem hún fer fram, Árlieima.
Nafnið Ernar hérað er beiniinis dregið af móður-
nafni Konar ungs. Þetta hjerað er skoðað að eins
sem partur af Reiðgotalandi í Hervararsögu. Ifir
þessu riki rjeð Konr ungr, þegar hann hafði lagt
undir sig óðöl þeirra Dans og Danpar, og er þá
auðsætt, að hann er smá-konungur og ríki hans litið.
Þetta kemur og vel heim við sögurnar um það, að
sonarsonur hans Danr hinn mikilláti, hafi firstur
orðið konungur ifir allri Danmörk.
Jeg er samdóma F. J. og öðrum, sem um þetta
mál hafa ritað, að tilgangur Rígsþulu sje að sína
ágæti og helgi konungsvaldsins. Enn af þvi, sem
nú var sagt, er ljóst, að konungsveldi það, sem
skáldið lofar, er ekki hið nija herskaparveldi Har-
alds hárfagra heldur hið fornhelga danska konungs-
veldi. Alt kvæðið ter auðsjáanlega fram í Danmörku
og er að mestu leiti ort eftir fornri danskri sögn.
Hins vegar er jeg á sama máli og J. E. Sars, að
lísing skáldsins á stjórnarháttum bendi til, að hann
hafi haft firir augum ástandið í Noregi, eins og það
var firir daga Haralds hárfagra1. 0g ekkert er
það i kvæðinu, sem geri það sennilegt, að það sje
ort í Danmörku. Skáldið hlítur að hafa verið af
norrænu blóði, Norðmaður eða íslendingur eða Vest-
maður. Það var eðlilegt, að hann tæki sjer til
firirmindar stjórnarfarið í Noregi firir daga Haralds
í lísingu sinni á þessum eldgömlu viðburðum, þvi að
það mundu menn lengst fram. Að líkindum er
kvæðið ekki ort fir enn að minsta kosti hundrað
1) J. E. Sars, Udsigt over den norske hist. I, 173. bls.