Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 74
74
'ur sú hugsun eins og rauður þráður í gegnum alla
þuluna, að vagga konungsvaldsins hafi staðið suður
í Daumörku og að Danaveldi sje hið elsta og tign-
arlegasta konungsríki. Enn þetta lof hlaut að kasta
skugga á ætt Haralds hárfagra í eirum hvers þess
Norðmanns, sem kvæðið heirði, ef það er rjett, sem
áður vóru leiddar likur til, að þulan sje ort á síðari
helming 10. aldar. Danakonungar þóttust hafa
gamlar kröfur til Víkurinnar, og af því var rígur
milli þeirra og Noregskonunga, sem varð að björtu
báli, þegar Haraldr blátönn tók að gera tilkall til
Víkurinnar á dögum Hákonar Aðalsteinsfóstra og
stiðja Gunnhildarsonu til ríkis, og ekki batnaði,
þegar Gunnhildar sinir tóku konungdóm, því að þeir
vildu ekki sleppa Vikinni við Danakonung. Þá
gerði hann samband við Hákon jarl og sveik Har-
ald gráfeld í trigðum. Eftir fall Haralds gráfelds
lagði Haraldr blátönn undir sig Noreg með hjálp
Hákohar jarls og stökti Gunnhildarsonum úr landi,
enn gerði Hákon að jarli sínum ifir mestum hluta
landsins, enn áskildi sjálfum sjer Víkina og Upplönd.
Það er ekki djarfara enn sumar getgátur Finns
Jónssonar að geta þess til, að Rigsmál sjeu ort um
þetta leiti. Haraldr blátönn var þá að minsta kosti
að nafninu einvaldskonungur ifir Noregi og Danmörk,
og brá níjum frægðarljóma á hið danska konungs-
veldi, enn vegur þeirra niðja Haralds hárfagra fór
að sama skapi þverrandi. Hins vegar hafa vafa-
laust margir Norðmenn haldið trigð við hina innlendu
konungsætt. Það var því eðlilegt, að skáld, sem
orti á þessum timum og filti flokk Haralds blátann-
ar, vildi sína fram á, að hið danska konungsveldi
væri hið elsta og tignarlegasta, eins og Rígsþula
gerir, og virðist þar liggja undir steini sú hugsun,