Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 75
75
að veldi það, sem Haraldr hárfagri hafði sett á stofn
með ifirgangi sínum, stæði langt á baki hinu danska
konungsveldi. Hjer við bætist enn fremur, að það
má sína likur til þess, að Hákon jarl, sem best gekk
fram i því að koma Noregi undir Harald blátönn,
hafi talið ætt sína til þess hins sama Hersis, sem
getið er í Rígsþulu. í »Agripi af Noregskonunga-
sögum« er þess getið, að Hákon jarl hafi talið ætt
«ína til »Tconungs þess, er Hersir hét«, og var kon-
ungur í Naumudal, og átti konu þá, er Vigða hjet,
»er enn heitir eftir áin Vigða i Naumudal«. Hafi
Hersir viljað tína sjer eftir lát konu sinnar, enn
^ngin dæmi til fundist, að konungur hefði sjálfur
fínt lífi sinu. Hafi því Hersir »veltst úr konungs-
nafni« og tekið jarlsnafn og hengt sig síðan, og þvf
Rafi ættmenn hans aldrei viljað taka við konungs-
nafni1. Er þetta haft eftir Háleygjatali Eyvindar
skáldaspillis. Það er auðsjeð, að kjarninn i þessari
sögu er sú hugmind, sem einnig kemur fram i Rígs-
þulu2, að jarlstignin eigi rót sina að rekja til hersis-
tignarinnar, enn hitt er sagnablendingur, að Hersir
liafi konungur verið og veltst úr konungstign, eins
■og Munch hefur sínt, og hefur sú sögn mindast
norður í Naumudal eða á Hálogalandi á ættstöðvum
Háleygja, eins og nafnið Vigða bendir til og það,
nð Hersir er talinn konungur f Naumudal, enda er
sögnin first færð í ljóð af háleiskum manni Eyvindi
skáldaspilli og miðar til að víðfrægja hina tignustu
■ætt á Hálogalandi. Það er þvi ekki óliklegt, að
höfundur Rigsþulu hafi haft í huga hina níju upp-
1) Ágrip, útg. Dahlerups, 28. bls.
2) Sbr. það sem áður er sagt, að Jarl gekk að eiga dótt-
ur Hersis.