Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 76
76
hefð Hákonar jarlá, þegar hann kvað um Hersi
forföður hans, afa Rígs konungs (Konar ungs), sem
firstur hófst til konungstignar 1 Danmörku. Sam-
band það sem kemur fram í Rígsþulu milli Skjöld-
unga og Háleigja virðist vera eins og nokkurs konar
forboði eða ímind sambandsins milli Haralds blá-
tannar, erfingja Skjöldunga, og Hákonar jarls. Það
eru þvi talsverðar likur til, að Rígsþula sje ort um
það leiti, sem þessir tveir höfðingjar gengu til ríkis
i Noregi, og er sennilegast, að kvæðið sje samið i
Vikinni, þar sem ríki Haralds konungs stóð með
mestum blóma. Víst er það, að höfundurinn hefur
ekki þekt hina háleisku sögn, sem Evindr orti út
af, og hefur því naumast verið borinn eða barn-
fæddur norðarlega í Noregi. Verið gæti og, að
kvæðið væri ort af einhverju íslensku skáldi, sem
hafði ímigust á ætt Haralds hárfagra og dró taum
Haralds blátannar og Hákonar jarls. Ovildin til
Haralds hárfagra og ættmanna hans hjelst lengi á
íslandi, eins og Egils saga sínir best, enn Dana
konungum áttu Islendingar ekkert grátt að gjalda,
þvi að það var ekki fir enn síðar (um 978), að
úfar risu með þeim og Haraldi blátönn1. Is-
lendingar vóru heldur ekki neinir óvinir konungs-
valdsins, síst skáldin, »sem hundrað dæmin sanna«,
og þeir höfðu að minsta kosti eins ljósa hugmind
og Norðmenn um hina fornu stjórnarháttu Noregs
firir daga Haralds hárfagra. Jeg get því ekki
fundið neitt það í Rígsþulu, sem sje því til firirstöðu,
að hún sje ort af íslendingi. Enn hvernig sem því
er nú varið, þó að kvæðið kunni upphaflega að
1) Hkr. Ól. s. Tr. 36. og 37. k., sbr. Safn til s. ísl. I.,
849.