Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 77
77
vera ort í Noregi, þá er þaö víst, að það er til vor
komið í alíslenskum búningi.
F. J. getur ekki með ueinu móti skilið, að
Hyndluljóð geti verið til orðin á Islandi, af því að
kvæðið segi einkum frá norskum manni og norskri
ætt.1 2 3 Er þá ekki aðalefnið t. d. í Hkr. að segja frá
norskri ætt, þeirri sem göfgust var í Noregi, ætt
Haralds hárfagra? Og dettur nokkrum í hug íirir
það að neita því, að Hkr. sje samin á Islandi? Eða
má ekki hugsa sjer, að einhver íslensk ætt hafi átt
kin sitt að rekja til Ottars eða ættmanna hans, og
að kvæðið sje ort af einhverjum manni úr þeim ætt-
bálki. Þegar betur er aðgætt, þá sjest, að þetta er
meira en hugarburður. í Hyndlul. stendur:
Ketill hét vinr þeirra,
Klypps arfþegi,
var hann móðurfaðir
móður þinnar*
Þar var Fróði
fyrr enn Kári,
enn eldri var
Alfr um getinn.s
Og litlu síðar i kvæðinu (21. er.) eru nefndir Ölmóðs
sinir. Nú eru nöfnin Ketill, Klyppr, Kári og Öl-
móðr ættarnöfn í ætt Hörða-Kára, sem Guðbr. Vig-
fússon hefur bent á firstur manna.4 Enn frá Hörða-
Kára vóru komnir islenskir landnámsmenn. Fióki
Vilgerðarson (Hrafna-Flóki), sem íann ísland og
nam Flókadal í Skagafirði, er talinn dóttursonur
1) Lit. hist. I, 62. bls., sbr. 201. bls.
2) o: Óttars.
3) Hyndlul. 19. er.
4) Safn til s. íslands í, 254. bls.