Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 79
79
ekki verið ort annars staðar enn þar. Jeg hef nú!
hjer að franaan sínt, að engin ástæða er til að halda,
að nokkur munur hafi verið á trúarskoðunum Norð-
manna og Islendinga í fornöld, enn sje svo, þá sann-
ar þetta ekki fremur, að kvæðið sje ort í Noregi
enn á íslandi. Eun af því að jeg er ekki samdóma
F. J. um það, að heiðin trú komi fram alveg hrein
og ómenguð í Völuspá, og af því að þessi spurning
stendur í nánu sambandi við spurninguna um, hve-
nær og hvar kvæðið sje ort, þá ber nauðsin til að.
skoða þetta betur.
Skoðanir Finns Jónssonar um Völuspá eru í öil-
um meginatriðum alveg samhljóða Mullenhoffs. Hann
heldur eins og Múllenhoff, að Völuspá sje rammheið-
ið kvæði frá upphafi til enda, enn kristindómurinn
hafi als engin áhrif haft á þær skoðanir, sem koma
fram í kvæðinu.1 Enn litlu sfðar segir F. J., að það
hafi verið tilgangur skáldsins að setja fram hina
heiðnu trú hreina og ómengaða og sjerstaklega að
taka fram síðasta tfmann, endurfæðinguna eftir ragna
rök og lífið þá, til að sína, að heiðnin stæði ekki að
þessu leiti á baki kristninni, hinni níju trú, sem
altaf var að reina að riðja sjer til rúms. Er nú þetta
sjálfu sjer samkvæmt, að kristnin hafi engin minstu
áhrif haft á skoðanir skáldsins, og hitt, að kvæðið
sje ort til að sína, að heiðnin standi kristninni filli-
lega jafnfætis, eða, með öðrum orðum, að kristnin
hafi gefið tilefni til þess, að Völuspá var samin? Ef
það var lifandi trúaratriði meðal heiðinna manna á
tímum skáldsins, að heimurinn ætti að endurfæðast í
nírri og betri mind eftir ragna rök, þá þurfti skáld-
ið ekki að irkja langt kvæði, til að sína samtíða .
1) Lit. hist. I, 122.—136. bls.