Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 85
86
Þessir tveir bræður eiga að hafa hamar föður síns
eftir Surtaloga. Enn til hvers eiga þeir að hafa
hamarinn, ef þá rennur upp eilíf friðaröld? Miillen-
hoff, sem annars heldur þvi fast fram, að þessi hug-
mind um ævarandi frið eftir ragna rök sje ramm-
heiðin,1 verður þó að játa, að hjer sje eitthvað bog-
ið, og segir, að þeir Móði og Magni eigi að hafa
liamarinn til vonar og vara, ef svo skildi fara, að
heimurinn kinni að þurfa varnar gegn árásum að
utan.2 Enn ef svo er, þá er friðurinn ekki triggur.
Jeg þikist þannig hafa sínt, að jafnvel Völuspá
sjálf ber þess merki, að forfeður vorir í heiðni hafi
ekki hugsað sjer einskæra eða eilífa friðaröld eftir
ragna rök, og enn þá ljósar kemur þetta fram í
Vafþrúðnismálum. Þetta higg jeg sje hin eldri hug-
raind, enn lísingin í Völuspá sje löguð eftir kristnum
trúarskoðunum.
Enn þá meira ber þó á áhrifum kristninnar í
þeim vísuhelmingi, sem næst fer á eftir vísunni um
lif »dyggra drótta« á Gimléi:
Þá Jcemr inn riki
at regindómi
öflugr ofan
sá er öllu rœðr3.
Orðið regindómr getur að minni higgju ekki þitt ann-
að enn það sama, sem kristnir menn kalla efsta dóm
eða dómsdag. Orðið er mjög heppilega valið til að
tákna þessa hugmind. Það táknar guðdómlegan,
rammefldan dóm, og »kemr at regindómi« þíðir, eins
1) Mttllenhoff, Deutsche Altertumsk. V, 35. bls.
2) S. st. 29.-30. bls.
3) Völusp. 66. er.