Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 86
86
og Miillenhoff hefur tekið fram, sama sem: »kemur
til að halda dóm með óviðjafnanlegu veldi** 1. Þessi
sem »kemr at regindómi« er ekki nefndur neinu
nafni, enn annars vóru heiðnir menn vanir að gefa
goðum sínum nöfn. Þetta finst mjer benda til þess,
að völvan hafi hjer Krist í huga, enn þori ekki að
nefna nafn hins helga. Það er svo langt frá því,
að Völuspá hin skamma hnekki þessum skilningi
mínum, að hún þvert á móti er honum til mikillar
stirkingar, þar sem hún segir:
þá lcemr annrr
enn mátkari,
þó þori ek eigi
þann at nefna2.
Á báðum stöðunum er það völva, sem talar, og er
það eðlilegt, að slíkar konur, sem vóru bendlaðar
við seið og forneskju, ekki þori að taka sjer í munn
nafn Krists. Eða hver önnur ástæða skildi geta verið
tilþess? Það er auðsjeð, að staðurinní Völuspá hinni
skömmu er sniðinn eftir staðnum í Völuspá hinni
lengri, og er því hin síðarnefnda i rauninni hin eina
heimild, sem vjer höfum, firir þessum regindómi.
Völuspá setur þennan dóm í samband við tortín-
ingu hins gamla heims og endurfæðing mannkins-
ins, líkt og kristin trú efsta dóm. Múllenboff vill
bjarga þessu við með því móti, að dyggvar dvóttir
(í Vsp. 64. er.) hljóti að hafa haft einhver dróttin,
og því sje hugmindin um hinn »ríka, sem kemr at
2) Deutsche Altertumsk. 36. bls. Sbr. Matth. (vulgata)
24, 30: venienteiu (kemr) in nubibus cœli (ofan) cum vir-
tute multa et majestate (at regindómi öflugr, sá er öllu
ræðr).
1) Hyndlul. (Bugge) 44. er.