Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 87
87
regindómi* heiðin. Það er nú svo. Enn hvernig
fer, ef hugmindin um hinar »dyggu dróttir« í 64. er.
er kristileg? Múllenhoff heldur því og fram, að reg-
indómurinn i Völuspá sje að því leiti ólikur hinum
efsta dómi, að efsti dómur komi að eins firir í eitt
skipti, enn regindómur eigi að standa um aldur og
eilífð. Enn þessu bætir hann sjálfur við. Það stend-
ur hvergi í Völuspá, og ekki verður það heldur leitt
út úr þfðingu orðsins regindómr. Þar að auki er
það ekki vel skiljanlegt, til hvers þarf að halda á
eilífum dómi í hinum níja heimi, eins og Múllenhoíf
hugsar sjer hann, þar sem vera mun friður um alla
eilífð.
F. J. vill sanna það, að heiðnir menn hafi hlot-
ið eftir rjettum rökfræðislegum hugsunarreglum að
komast að þeirri niðurstöðu, að lífið eftir ragna rök
irði alveg eins og Völuspá lísir því1. Þetta væri nú
alt saman blessað og gott, ef vjer gætum vitað það
firir víst, að forfeður vorir firir þúsund árum hafi
hugsað eins rjett og rökfróðlega eins og F. J. Enn
mannlegur andi er ófullkominn. Og einkum og sjer
i lagi hættir mönnum við því, þegar þeir eru að
hugsa um hin dípstu og helgustu trúarsannindi, að
fara ekki eftir ströngustu reglum rökfræðinganna.
Enn annars hef jeg dálítið að athuga við þessa rök-
leiðsiu Finns Jónssonar. Mjer finst það ekki vera
sjálfu sjer samkvæmt að segja í öðru orðinu, að
heiðnir menn hafi hlakkað til að lifa með Oðni i
Valhöll, drekka öl með Ásum og berjast við Ein-
herja, enn í hinu orðinu, að þeir hafi hlotið að þrá
óbrjálaðan frið og eilífa ró fremur enn nokkur
1) Lit. hist. I, 181. bls.