Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 88
88
annar, aí því að þeir hafi búið við ævarandi ófrið
og alt af stunið undir hinni þungu birði lífsins1 2. »Það
hefði ekki verið samkvæmt rjettum rökreglum«,
segir F. J., »að hugsa sjer hið níja líf (eftir ragna
rök) sem óbreitta endurtekningu hins gamla sinduga
lífs; það hlaut að vera hugsjón lífs, svo fullkomið
lif, sem unt var að hugsa sjer, það sem menn sökn-
uðu og þráðu svo heitt«. Af þessu leiðir hann þ&
áliktun, að fornmenn hafi hugsað sjer hið níja líf
sem eilíft friðarlíf. »Eftir þetta gátu menn ekki
hugsað sjer neina sigtíva eða stirjaldargoð, engan
geistan herskaparguð, enga Valhöll*. Enn er það
þá alveg víst, að fornmenn hafi skoðað hernað og
stirjöld sem sind? Dæmin eru deginum ljósari, hvar
sem litið er i sögur vorar og forn kvæði, að svo hef-
ur ekki verið.
Ef það er rjett, sem jeg þikist nú hafa sínt rök
til, að lisingin í Völuspá á lifi »dyggra drótta« sje
lising á lifi rjettlátra í paradis, að inn riki sje Krist-
ur og regindómr sama sem efsti dómur, þá hlítur
höfundur Völuspár að hafa verið kristinn maður.
Hann hlitur þá að hafa trúað þvi, að Kristur mundi
að lokum vinna sigur á hinum heiðnu goðum og
kristnin bera hærra hlut en heiðnin. Enn hins veg-
ar ber hann djúpa lotningu firir hinum gömlu goð-
um*, þekkir vel hinar gömlu goðasögur (»forn spjöll
fira«), hefur mætur á þeim og segir frá þeim með
alvöru, svo að hvergi ber á neinum efa um sann-
leika þeirra. Hann stendur með annan fótinn í
heiðninni, enn hinn í kristninni. í sögum vorum
1) Lit. hist. bls. 130—131.
2) Sjá t. d. 17. og 18. er.