Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 89
89
eru mörg dæmi um slíkan trúarblending1. Líklegast
er, að höf. hafi lifað á tímamótum, um það leiti sem
kristnin var að riðja sjer til rúms, eða í kringum
árið 1000.
Þá er næst að skoða hinar sjerstaklegu ástæð-
ur Finns Jónssonar firir því, að Völuspá sje norsk.
Jeg hef hjer að framan minst á eina þeirra, sem er
leidd af þvi, að orðið afráð í Vsp. 23. er. hefur, að
skoðun F. J., þíðinguna: skattur, og síndi jeg þar,
að sú ástæða væri einskis virði.
Önnur ástæða virðist vera sú, að Völuspá sje öll
lögð í munn völu og í 22. er. komi firir völva, sem
sje illa borin sagan. Enn nú hafi völur og seið-
konur verið miklu sjaldgæfari á íslandi enn í Nor-
egi og komið þar alt öðruvísi fram. Því sje líklegra
að Vsp. sje ort í Noregi enn hjer. Þessi röksemd
er að vísu hvergi beinlínis heimfærð til Völuspár í
bók F. J., enn alveg sama röksemdin er þar höfð til
að sína, að sum önnur kvæði sjeu norsk, og hlítur það
því vist að vera gleimska, að þetta sama er ekki
tekið fram um Völuspá2 3. Skoðunum sínum á völum
hefur F. J. líst greinilega í ritgjörð sinni »um galdra,
seið, seiðmenn og völur* í Þremur ritgjörðum 1892,
8.—17. bis.8 Hann heldur þar fram, að völur í eigin-
legri (norrænni) mind hafi aldrei náð verulegri fót-
festu á Islandi, svo að orð sje á gerandi. I Noregi
1) Sbr. K. Maurer, Rekehrung des norweg. stauimes II,
809. bls.
2) Svo er t. d. Grógaldr talínn norskur, af því að Gróa
sje völva, Hávamál — eða þeir kaflar af þeim, sem vanalega
eru nefndir Loddi'áfnismál og Ljóðatal — af því að þar er
talað um »fjölkunnuga konuc og »túnriðurc, og Sigrdrifumál,
því að þar er talað um »fordæðurc. Sama ástæðan hlítur
þá ekki síst að eiga við Völuspá. Lit. hist. I, 219., 239., 243.
og 282. bls.
3) Sbr. einnig Lit. hist. I, 33.—35. bls.