Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 90
90
hafl verið tjöldinn aliur af völnm á 9. og 10. og sjálf-
sagt fram á 11. öld. Völur þessar hafi verið nokk-
urs konar flökkukindur, flakkað sveit úr sveit og
bæ frá bæ til þess að spá um árferði og forlög
manna. Hafl þær verið heimtufrekar og ósvífnar og
flestir verið hræddir við þær, og þvi hafi þeim ver-
ið síndur allur sómi, þar sem þær komu, og leistar
út með stórgjöfum, enn þærþegiðalt sem sjálfskildu.
Aftur á móti hafi völur þær allar, sem nefndar sjeu
á Islandi, verið búandi konur og flestar eða allar skoð-
aðar sem hver önnur kona með því sjálfstæði, sem
lög og staða gátu veitt, og með þeirri als herjar
virðingu, sem hver önnur gift eða ógift kona með
óskertu mannorði naut«. Hvergi sje talað um »þess-
ar norrænu flökkukindir, sem fóru landshornanna á
milli, alstaðar hálffirirlitnar undir niðri og í raun-
inni alstaðar hálffillir gestir«.
Hinn alkunni Islandsvinur, fræðimanna öldung-
urinn prófessor Konr. Maurer hefur þegar andmælt
þessum skoðunum Finns Jóussonar greinilega og
með rökum1. Við hvað stiður F. J. hina ljótu lísingu
sína á völunum í Noregi? First tilfærir hann grein
úr bók Adams úr Brimum, enn þar eru völur als
ekki nefndar á nafn, heldur að eins talað um spá-
menn, töframenn og seiðmenn á dögum Ólafs helga2;
Adam minnist ekki einu orði á seiðkonur í Noregi,
þá því siður á völur. Enn setjum nú svo, sem F.
J. líklega á við, að þær sjeu innibundnar í spá-
mönnum þeim eða töframönnum, sem Adam talar
um. Er þá nokkuð að marka lísing klerks þessa,
1) Zeitschrift des Vereins fiir Volkskunde 1893, 101.—102.
bls.
2) Þrjár ritgjörðir 1892, 11. bls.