Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 91
91
sem var fullur af trúarofsa og vandlætingu ? Er það
við því að búast, að hann hafi getað litið óhlut-
drægum augum á þá menn, sern hann kallar sjálfur
»börn Antakrists« ? Þessi vitnisburður Adams hef'ur
enga aðra sögulega þíðing enn þá, að hann stirkir
það, sem vjer vissum vel áður af íslenskum sögum,
að talsvert var til af seiðmönnum í Noregi um þess-
ar mundir. Enn um völur sannar hann ekki neitt.
Þar næst vitnar F. J. í Örvar-Odds sögu 3. k., þátt
af Ásbirni prúða í Fms. III, 212. bls. og í Norna-
gests þátt i Flateijarbók I, 358. bls. og í Vatnsd. 19.
—20. bls. Enn það vill svo illa til, að bæði Örvar-
Odds saga og þættirnir eru íkjasögur, sem engum
— og jeg þori að segja ekki einu sinni F. J. sjálf-
um — dettur i hug að skoða sem söguleg sannindi.
Þessar sögur sína að eins, hvaða hugmind höfundar
þeirra hafa gert sjer um völur eftir þeirn munn-
mælasögum um þær, sem þeir höfðu heirt. Enn nú
vóru höfundar sagna þessara íslenskir menn á 13.
■og 14. öld. Lísing þeirra á völunum sannar því
•einungis, hvernig Islendingar um það leiti hafa
hugsað sjer völurnar, enn ekki hitt, hvernig þær
hafi verið í raun og veru. Eru þá líkur til, að þessi
lfsing á völunum, sem óneitanlega á rót sína í
munnmælum á 13. og 14. öld, sje sönn ? Að minni
higgju er meiri ástæða til að rengja þessi munnmæli
enn hafa þau firir satt. Kristnum mönnum hætti
alt af við að ófegra og lasta allan fornan heiðinn
átrúnað og að skoða alt það í heiðninni, sem fór í
bága við kristnar hugmindir, sem hjátrú og hindur-
vitni, og kendu það djöflinum og hans árum. Það
má því ganga að þvi vísu, að þeir hafl einnig borið
völunum miklu ver söguna enn þær áttu skilið.
Auk þess ber þess að geta, að völva sú, sem spáir