Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 92
92
Ásbirni er eftir þættinum sjálfum ékki norrœn heldur
dönslc1. Jeg tek þetta ekki fram af því, að jeg telji
það nokkru skifta, hvar þessir sagnamenn láta sögur
sfnar framfara, hvort heldur í Danmörku eða Noregi,
heldur að eins til að sfna, að þeir hugsuðu sjer völ-
urnar sjálfum sjer líkar, hvar sem þær komu fram
á Norðurlöndum. Auk þess er það athugavert vi&
staðinn í Örvar-Odds sögu, að frásögnin þar ber þess
ljósar menjar, að höfundurinn hefur haft firir sjer
frásögn Vatnsdælu og Landnámu um völuna, semi
spáði Ingimundi, og lagað sögu sína eftir þvL
Völvan í Örvar-Odds sögu, sem spáir Oddi, heitir
Heiðr, eins og sú, sem spáði Ingimundi, er nefnd i
Landnámu — i Vatnsdælu er ekki getið nafns henn-
ar. Fóstri Orvar Odds heitir Ingjaldr eins og fóstrfe
Ingimundar í Vatnsdælu. í báðunum sögunum bjóða,
fóstrarnir völunum til veislu til að láta þær spá,
um forlög manna, og þá sjerstaklega um forlög
fóstursona sinna. Báðir þeir Ingimundr og Oddr
eru mjög ófúsir á, að láta völuna spá firir sjer, og
kunna fóstrum sinum enga þökk firir. Þetta virðist
vera nóg til að sína, að höfundur Örvar-Odds sögu
hefur hjer lagað sögu sína eftir Vatnsdælu, og a&
frásögn hans hefur mjög lítið sjálfstætt gildi. Lising
Finns Jónssonar á völunum í Noregi hangir þá á
einum mjóum þræði, staðnum í Vatnsdælu. Enn vi&
þann stað er imislegt athugavert. First og fremst.
er það auðsjeð, að frásögnin um þennan atburð i
Vatnsdælu hefur á sjer mikinn þjóðsagnablæ og
verður ekki skoðuð sem áreiðanlegur sögulegur
sannleiki. Og í annan stað segir sagan, að völvan
1) Fms. III, 212.