Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 93
93
bafi verið Finna (finnsk kona); liggur þá næst að
skoða hana sem finnska seiðkonu, enn ekki sem
norræna völu. Landnáinu ber hjer ekki saman við
Vatnsdælu; hún kallar völuna Heiði, norrænu nafni,
•og virðist þannig telja hana norska, enda nefnir
hún hana hvergi Finnu. Fleira er það, sem Land-
námu og Vatnsdælu ber á milli; þannig kallar
Landnáma fóstra Ingimundar Þóri enn ekki Ingjald
eins og Vatnsdæla, og gerir þetta einnig frásögn
Vatnsdælu nokkuð tortriggilega. Enn þó að vjer nú
tökum söguna trúanlega í öllum greinum, þá verður
það með engu móti leitt út úr þessari frásögn, að
völurnar í Noregi hafi verið ósvífnar flökkukindur,
hverjum manni hvumleiðar. Völvan í Vatnsdælu
kemur mjög hæversklega fram og svarar Ingimundi
stillilega, þegar hann reiðist spásögn hennar, og
sagan getur þess hvergi, að hún hafi flakkað úr
einum stað í annan sem landshornakerlingar. Þvert
á móti er henni sínd virðing í veislunni, hún »var
sett hátt ok búit um hana veglega«. Hin eina nor-
ræna vöíva, sem vjer þekkjum nokkurn veginn með
sögulegri vissu, er Þuríðr sundafyllir, móðir Völu-
steins, og hún hefur vafalaust verið búandi kona í
Noregi, eins og hún var síðar á Islandi, þegar hún
hafði flutt sig þangað með Steini sini sínum1. Þetta
er þá alt og sumt, sem vjer vitum um völur í Noregi,
og má sjá á því, að hin ófagra lísing Finns Jóns-
sonar á þeim er alveg gripin úr lausu lofti.
Aftur á móti er það rjett athugað hjá F. J., að
flestar þær konur á Islandi, sem nefndar eru völur
æða líkur eru til að hafi verið það, eru búandi kon-
1) Land. II, 9. k. bls. 147.-148.