Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 94
94
ur og vel metnar, t. d. Þórdís spákona að Spákonu-
felli1, Þuriðr spákona2 og Heimlaug völva3. Svo er
og um Þuríði sundafylli, sem að visu verður að telja
með norskum völum4. Hjer kemur að minni higgju
hin eldri og upphaflega skoðun heiðinna germanskra
þjóða á völunum fram í sannri mind, ómenguð af
rangfærslum og afbökunum kristinna manna á síðari
öldum. Þessar völur, einkum Þórdís spákona, koma
mjög líkt firir sjónir eins og þær, sem Tacitus lisir
í hinu fræga riti sínu um Germaniu5. Hann segirr
að Germanar haldi, að konur sjeu helgar og fram-
vísar og meti mikils ráð þeirra og spásagnir. Á
dögum Vespasians keisara hafi Veleda verið virt.
sem nokkurs konar giðja, og líka hafi þeir áður
tignað Alfrúnu og margar aðrar, enn þó hafi þeim
ekki gengið smjaður til og ekki hefji þeir þessar
konur í guða tölu. A öðrum stað segir hann, a&
það sje gamall siður meðal Germana að halda, að
flestar konur sjeu spákonur (fatidicae), og gangi sú
hjátrú stundum svo úr hófi, að þeir skoði þær sem
giðjur6. Veleda, sú sem fir var getið, var engin
flökkukind, heldur bjó hún í turni einum, segir
1) Vatnsd. 44. k. Landn. III, 4. k. 188. bls. Fms. I, 255-
—257. bls. Bisk. I, 35.-86. bls.
2) Landn. II, 3. k. 69. bls.
3) Gullþ. 1. k. 44. bls.; 18.-19. k., 76.-78. bls.
4) F. J. Tirðist telja spákerlinguna í Fóstbr. s. 50. og 60-.
bls., sem völu og búsetta konu. Enn bún er auðsjáanlega
ekki völva, heldur að eins framsín líkt og kerlingin í Njálu,
sem vildi láta brenna arfasátuna (Nj. 124. k.), og sagan tekur
það beinlinis fram, að hún hafi verið »framfærslukerling« eða
ómagi.
5) Tac. Germ. 8. k.
6) Tac. Hist. IV, 61.